Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 170
Vilhjálmur Ámason
vagninum þar sem allir lögðust á eitt um að létta mönnum lífið.
Prestamir verða þá eins og andlegir iðnaðarmenn sem em til þjónustu
reiðubúnir. Fyrst allir aðrir vom svona uppteknir við að auðvelda
mönnum hlutina, bæði í efnislegu og andlegu tilliti, sá Kierkegaard að
þörf myndi vera á einum til þess að gera þá erfiða aftur, a.m.k. á andlega
sviðinu. Hann afréð því að gera það að takmarki lífs síns að gera mönnum
erfíðara fyrir, flækja andlegu málin örlítið meir en hinn viðurkenndi
kristindómur kirkjunnar taldi við hæfi.11 Og þetta var ekkert „estetískt"
alvömleysi hjá Kierkegaard, heldur djúpstæð sannfæring hans mn það að
tækju menn boðskap Krists alvarlega þá yki hann þeim ekki öryggi,
heldur fremur þjáningu og óvissu. En af þessu tvennu, óvissunni og
þjáningunni, viljum við nútímamenn kannski sízt vita. Þess vegna hentar
hin fagurfræðilega kirkja nútímamanninum vel. Hún sinnir þörfum hans
fyrir hátíðlegar athaíhir og skrautlegar umbúðir, og umgengst orðin með
þeim hætti að hann getur rennt þeim ljúflega niður án þess að verða
bumbult eða órótt.
Vésteinn Lúðvíksson, rithöfundur, heldur því fram á einum stað, að
sjálfsafneitun og þjáningin sem er henni samfara séu kjaminn í kröfu Jesú
Krists. Hann vitnar í Mattheusarguðspjall: „Hver sem vill fylgja mér,
afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill
bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun
finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgera
sálu sinni.“(16.24-25). Síðan leggur Vésteinn út af orðinu:
Sé þetta rétt skiliö, er auösætt að Jesús Kristur er ekki með allra vinsælustu
spámönnum samtímans. Ef við virðum hann ekki að vettugi með öllu, þá kjósum við
að gera úr honum eitthvað notalegt, eitthvað sem kemur ekki alltof mikið við okkur.
Umfram allt látum við kröfu hans um sjálfsafneitun sem vind um eyrun þjóta. Við
viljum ekki vita neitt alltof mikið af því sem í okkur býr. Við viljum hafa það gott. Við
viljum lifa í öryggi. Við viljum vera við sjálf, þ.e. lifa samkvæmt kjörorðinu Eg-Mitt.
Við viljum m.ö.o. bjarga lífinu, okkar takmarkaða lífi í eigin sjálfi, en ekki týna því til
að finna annað líf og meira.
Og þessi lífsmáti er ríkjandi í hinum kristnu samfélögum, hinum vestræna
heimi þar sem tæknin hefur breytt steinunum í brauð og gert heiminn að
leikveUi langana okkar:
Af miklu hugviti hefur hinn auðugi og tæknivæddi hluti heimsins séð okkur fyrir svo
mörgum flóttaleiðum undan okkar eigin þjáningu og annarra, að með ofurlítilli
útsjónarsemi þarf okkur aldrei að skorta möguleika á undankomu, möguleika á
mátulega léttum doða eða hæfilegri ertingu. Þannig er sá friður sem við kjósum okkur.
Hann er ekki innri friður, né getur hann kallast djúpur. Hann er stundarfriður í okkar
eigin yfirborði.12
Fagurfræðileg boðun fagnaðarerindisins raskar ekki þessum stundarfrið,
hún gerir langtum minni kröfur en í því felast. Þess vegna raskar hún
11 Kierkegaard segir frá þessu í Afsluttende uvidenskabelig Efterskrift,
Kaupmannahöfn 1846.
12 Vésteinn Lúðvíksson, „Líf og þjáning," Skírnir, 161 (vor 1987), s. 9-10 og s. 13.
168