Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 190
Þórir Kr. Þórðarson
Þið takið eftir að hér breyti ég 1912 þýðingunni og þýði tiicham ekki með
„að iðrast“ heldur með „að brigða, bregða út af
En nú kemur óvæntur kafli. Líkt og í Ex 32-34, þar sem Móse berst
baráttu meðalgöngumannsins frammi fyrir Guði til þess að fá hann til
þess að skipta um skoðun og leiða lýð sinn til Fyrirheitislandsins þrátt
fyrir synd þeirra er þeir féllu fram fyrir nautinu, fótstalli Ba'als, úr gulli,
gullkálfinum, og fer að lokum með sigur af hólmi. Hér er sem sé ekki
lokið baráttu Sáls við Samúel þrátt fyrir hina rifnu spámannsskikkju og
tákn hennar um að konungdæmið sé nú endanlega rifið úr hans höndum.
Sál tekur enn til máls, játar brot sitt öðm sinni og biður Samúel ásjár, og
í þetta sinn verður Samúel við bón Sáls um að ganga með honum til helgi-
dómsins:
15:30
,iEg hefi syndgað, en sýn mér þó þá virðingu frammi fyrir öldungum þjóðar minnar og
frammi fyrir Israel að snúa við með mér, svo að ég megi falla fram fyrir Drottni Guði
þínum.“
15:31
Þá sneri Samúel við og fór með Sál, og Sál féll fram fyrir Drottni.
Agag
En sem þeir standa þar báðir frammi fyrir altari Drottins í Gilgal er með
öllu lokið mjúklæti Samúels í garð Sáls. Nú tekur bláköld alvaran við, því
að Samúel mælti: „Færið mér Agag, Amaleks konung.“ Menn gera sem
Samúel býður. Agag á sér einskis ills von og gengur til móts við hann
kátur í bragði og glaðlegur á svipinn og mælir þessi fagnaðarríku orð:
„Sannlega er nú beiskja dauðans á brott vikin.“
En sjaldan hafa atburðir orðið jafn andhverfir ósk nokkurs manns, því
nú segir:
15:33
Þá mælti Samúel: (til Agags)
„Eins og sverð þitt hefir gjört konur bamlausar, svo skal nú móðir þín vera bamlaus
öðmm konum framar."
Síðan hjó Samúel Agag banahögg ffamrni fyrir Drottni í Gilgal.
Og hér lýkur í raun þessu stórfenglega en óhugnanlega drama. Lokaorð
kapítulans ein eru eftir:
15:34
Því næst fór Samúel til Rama, en Sál fór heim til sín í Gíbeu Sáls.
15:35
Og Samúel sá ekki Sál upp frá því allt til dauðadags, því að Samúel var sorgmæddur út
af Sál, og Drottin iðraði þess, að hann hafði gjört Sál konung yfir ísrael.
188