Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 203
Menn á mærum
2. Vídalínspostilla
Þegar höfundur hefur lýst viðfangsefninu og aðferðum sínum hefst hann
handa og skoðar fomar íslenskar bókmenntir (Eddumar og nokkrar
íslendingasögur) og leitar þar að mærahugsun, hairn finnur hana víða
m.a. í Völuspá (Miðgarðsormur, Ásgarður o.s.frv.) í sama kafla skoðar
hann nokkur atriði í guðfræði Lúthers og kemst þar að því að íslensk
mærahugsun og hugsun Lúthers falla býsna vel hver að annarri og hann
tekur undir með Sigurði Nordal (andspænis mörgum öðmm) um að
íslendingar hafi tekið lútherskri trúarhugsun býsna vel. Kaflinn um
Lúther er hinn merkasti.
Síðan er komið að Passíusálmum og Vídalínspostillu. Hér nýtist rann-
sóknaraðferðin býsna vel, meginhugtökin fyrir Krist í þessum verkum
em annars vegar hinn þjáði konungur í Passíusálmunum en hins vegar
hinn voldugi konungur í Postillunni. Rúmsins vegna skal hér ekki fjallað
um Passíusálmana heldur aðeins gerð grein fyrir umfjöllun höfundar um
VídalínspostiUu.
Höfundur segir: „Hugmynd mín er sú að ríkjandi líkan VídalínspostiUu
sé konungsímyndin. Þetta líkan — ásamt útfærslu og stuðningi margra
líkingamynda — varðar veginn sem Vídalín fer til þess að tjá og túlka
veröldina og mannlega tilvist með áherslu á það sem takmarkar” (bls.
134).
í stuttri umfjöllun um stíl prédikananna segir hann m.a. að þær
einkennist af þematískri umfjöllun og að uppbygging þeirra sé í stómm
dráttum sú sama út aUt verkið. Tungutakið dragi fram skilin milli jarðar
og himins. Hæðni sé Vídalín tiltæk þegar á þarf að halda, hann kunni
einnig að beita grófum íslenskum húmor. Stíllinn hafi það m.a. að mark-
miði að vekja viðbrögð. Mikið er um táknmyndir, þær koma úr náttúm
og þjóðlífi og em notaðar af sniUd.
„Umfjöllunin um Guð mótast af málfari sem skírskotar til kosmísks
stríðs milli Guðs og djöfulsins” (137). Sigurður talar um siðferðislega
tvíhyggju í lútherskum skilningi í þessu samhengi en ekki frumspekilega
tvíhyggju. Satan reynir sífeUt að afskræma sköpunarverkið og þar með að
minnka áhrifavald Guðs í veröldinni. Djöfullinn hefur herskara til að
þjóna sér í eyðileggingarstarfseminni; undirgefni undir satan líkist sam-
bandi þræls við húsbónda sinn.
Vídalín leggur áherslu á samfélagið. Markmið með lífi einstaklingsins
er að auka velferð allra bæði í efnalegum og andlegum skilningi. „Það er
ekki til neitt andlegt svæði þar sem ekki kemur til umhyggja fyrir
efnalegri velferð einstaklinga og samfélags”, segir Sigurður Ami. Þeir
sem snúa baki við þjáningum heimsins snúa um leið baki við Guði. AUt líf
mannsins er séð í ljósi meginreglu þjónustunnar. Allar góðar gjafir í
þessum heimi em til þess að nota þær til þjónustu við aðra hvort sem þar
er um að ræða andleg, líkamleg eða efnaleg gæði.
Guðsmyndin. Guð er ævinlega að berjast við vald hins iUa. ímynd hans
sem hershöfðingja er áberandi í postillunni. Meginárás hans á djöfulinn
var í Kristi, þá lokkaði Guð djöfulinn fram á sjónarsviðið þar sem hann
201