Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 133
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
skýring, að kenningar og rannsóknir Eriksons hafi verið hluti af forsendum
hans við túlkun á viðfangsefhi sínu.
Proskaskeið trúarinnar
Eins og áður sagði byggir Fowler kenningu sína um stiggreindan þroska
trúarinnar á viðtölum við einstaklinga á aldrinum 4-84 ára sem aðhyllast
ólíkar trúar- og lífsskoðanir.
En hvað er átt við með þessari stiggreiningu? Hvað felur það í sér að
flokka trúarlegan þroska í ákveðin skeið eða þrep? Formgerðarsinnar, með
Piaget í broddi fylkingar, líta svo á að formgerð hugsunarinnar breytist með
auknum þroska. Hvert þroskastig eða þroskaskeið hefur þar með eigin
sérkenni þar sem samhæft kerfi aðgerða stuðlar að þekkingarviðleitni og
umhverfismótun einstaklingsins. Sérhvert skeið eða þrep er virk heild sem
felur í sér ákveðin innri tengsl milli aðgreindra þátta. í þróunarsálfræði-
legum kenningum er litið svo á að flutningur af einu þrepi á annað feli í sér
eigindlegar breytingar á formgerð hugsunarinnar, sem leiða af sér hæfni til
flóknari aðgerða, víðara aðgerðasviðs og meiri sveigjanleika.
Kenning Fowlers gerir ráð fyrir sex þroskaskeiðum eða þrepum. Leitast
er við að lýsa grundvallarformgerð trúarlegrar hugsunar á hverju skeiði
fyrir sig, óháð inntaki hennar. Lýsingunni á hveiju skeiði er ætlað að draga
upp mynd af því sem einkennir hugsanaferli og afstöðu einstaklinga á því
skeiði og því hvemig þeir túlka tilveru sína og samskipti við aðra. Hverju
skeiði er lýst með tilvísun til sjö aðgerðaþátta eða sjónarhoma. A, rökmynd
(Piaget); B, Samskiptaskilningur (Selman); C, siðferðilegt mat (Kohlberg);
D, svið félagslegrar vitundar; E, áhrifavaldar; F, heildarskilningur; G,
notkun tákna.
Myndin hér að neðan á að sýna hvemig hægt er að hugsa sér á mynd-
rænan hátt hvemig sérhvert sjónarhomanna víkkar stig af stigi og hvemig
þau tengjast innbyrðis á hverju stigi fyrir sig. Á myndinni er einnig reynt að
sýna hvemig trúin tengir það sem Fowler hefur kosið að kalla rökvísi
hinnar vitsmxmalegu sannfæringar (A, og ennfremur B og C sem leiddir em
af A) því sem Fowler kallar rökvísi sannfæringarinnar (þáttum D, E, F, G).
Fyrri þættimir birtast í tengslum við hina síðari og renna saman við þá.21
21 Sjá James W. Fowler: Faith and the structuring of Meaning í Toward Moral and
Religious Maturity, Morristown, New Jersey 1980, bls. 75.