Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 187
Eru Guð og „Óvinurinn” sama persónan?
Eftir að Samúel hefur komið upp um Sál með því að vekja athygli á
baulinu og jarminu allt í kring, snýst Sál til vamar og mælir:
15:15
Þeir komu með það frá Amalekítum, af því að fólkið þyrmdi bestu sauðunum og
nautunum til þess að fórna þeim Drottni Guði sínum, en hitt höfum vér bannfært.
Það er engu líkara en Sál vilji annars vegar koma sökinni af broti herem-
laganna yfir á fólkið og hins vegar bera því við að menn hafi ætlað
sauðina og nautin til fómfæringa. Hvomg vömin sannfærir lesandann (og
þaðan af síður Samúel).
Ákœran
Samúel er nóg boðið. Hann svarar ekki þessari mótbám en segir:
15:16
„Hættu nú, og mun ég kunngjöra þér það, sem Drottinn hefir talað við mig í nótt.”
Sál sagði við hann:
„Talaþú!”
Þá kemur þessi ógnvekjandi ræða Samúels:
15:17
,£r ekki svo, að þótt þú sért lítill í þínum augum, þá ert þú þó höfuð ísraels ættkvísla,
því að Drottínn smurði þig til konungs yfir Israel?
15:18
Og Drottinn sendi þig í leiðangur og sagði: ,Far þú og bannfær syndarana, Amalekíta,
og berst við þá, uns þú hefir gjöreytt þeim.
15:19
Hvers vegna hefir þú þá ekki hlýtt boði Drottins, heldurfleygt þér yfir herfangið og
gjörtþað, sem illt var l augum Drottins? "
Sakleysisyfirlýsing Sáls
Nú er upp mnnin öriagastund og Sál verður að svara þessari ákæra, því
að um hana snúast örlög hans. Líta má á svar hans tvennum augum:
Annað hvort má skoða þau sem tjáningu á sakleysi hans og allt að því
bamslegu öryggi þess sem ekki veit upp á sig neina sök, og kæmi þá í ljós
munurinn á hugarheimi hans og spámannanna. Hugsun Sáls væri þá alls
ekki konungleg að hætti hins sakrala konungdæmis heldur hugsun dóm-
aratímans, þar sem hinn karismatíski leiðtogi finnur sig frjálsan mann og
berst sem slíkur en er ekki bundinn höftum laga og banna. Hins vegar
mætti líta svo á að hann viti sig sekan, þekki lögin en sjái sér engan aiuian
kost en þann að halda fram órökstuddri fullyrðingunni og endurtaka
skálkaskjólið frá fyrra svari, ef ske kynni að hann með því móti gæti
komist undan ákæmnni. Sál svaraði:
185