Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 24
Bjami Sigurðsson
Fræðin utan bókar, hvort þau skilji merkingu þess, sem þau fara með,
hvort þeim hafi farið fram síðan biskup seinast vísiteraði... Árlega gefur
biskup umsjónarráði kirkna í Kaupmannahöfn skýrslu um þetta efni og
fleira frá yfirreið sinni.58 Prestar halda skrá yfir fermda.59 Þar sem engir
bamaskólar em á íslandi, en mörg fátæk böm geta enga fræðslu fengið
hjá foreldrum sínum, hlýtur biskup að láta sig þessi mál miklu skipta og
hvetja presta í biskupsdæmi sínu til að hafa áhrif á efhamenn í sókninni,
að þeir leggi eitthvað af mörkum, svo að hægt sé að koma þessum
bömum fyrir á heimilum, þar sem aðstæður em til að fræða þau.60
Foreldmm, sem em sæmilega stæðir, ber sjálfum að sjá bömum sínum
fyrir fræðslu. Presturinn sér til, að þeir sinni því og kveður yfirvöld sér
til fulltingis, ef annað stoðar ekki.61 Biskup sér á yfirreið sinni um að
eftir þessu sé farið.62 Skólasveinum ber m.a. að gjöra biskupi grein fyrir,
af hve mikilli kostgæfni þeir æfa sig í bamaspumingum.63 Biskup skal af
fullri röggsemi líta eftir, að prestar annist fræðsluna í samræmi við
embættisskyldu sína og framkvæmi af skilningi þetta veigamikla starf, svo
að allir hljóti af því æskileg not. Biskup sér um, að prófastamir líti eftir
þessari fræðslu hjá prestum prófastsdæmisins og fylgist sjálfur með henni
á yfirreiðum sínum. Ef einhver vanrækir, skal hann hljóta áminningu, en
honum skal refsa, ef hann lætur sér ekki segjast.64 Biskup skal sjá svo um,
að á hverju heimili, þar sem einhver er læs, skuli vera kver, sem hefir
verið löggilt. Prestum ber og að styðjast við það sama kver. Foreldrar sjá
til þess, að bömin læri í kverinu heima, svo að presturinn geti spurt út úr
því í kirkjunni á sunnudögum.65
Þá hefir margt verið tínt til, sem lýtur að fræðslunni fyrir fermingu,
en fleira kom til. Þau böm ein verða fermd, sem hafa áður verið skírð.66
Enginn má ófremdur vera til altaris.67 Þó má veita undanþágu, ef bam
verður sjúkt.68 Prestur er skyldur til að láta fermdu bami ókeypis í té
fermingarseðil þegar að lokinni fermingu,69 enda verður enginn tekinn til
altaris hjá öðrum en sóknarpresti nema hann sanni með fermingarseðli,
að hann hafi verið fermdur eða með prestsseðli að hann hafi áður verið
til altaris.70
58 Sama, 9. gr.
59 Sama, 31. gr.
60 Sama, 32. gr.
61 Sama, 33. gr.
62 Sama, 34. gr.
63 Sama, 40. gr.
64 Sama, 49. gr.
65 Sama, 50. gr.
66 Tsk. um ferminguna 13. jan. 1736.
67 Tsk. 13. jan. 1736, 11. gr„ (Lovs. II, 234).
Tsk. 27. maí 1746 um skriftastól og altarisgöngu 1. gr„ (Lovs. II, 578).
68 Tsk. 25. maí 1759, (Lovs. III, 366-371).
69 Tsk. um skriftastól og altarisgöngu 27. maí 1746, 2. gr.
70 Sjá enn fremur tsk. um fermingu 13. jan. 1736 3 og 5. gr„ (Lovs. H, 228-230) og
kgbr. til Jóns biskups Ámasonar 9. júní 1741, 7. gr„ (Lovs. II, 355).
22