Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 55
Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarfræðileg ritskýring
við Miðjarðarhaf sem tóku mjög mið af vegsemd einstaklinga. Það þýðir að
við fáumst hér við fyrirbæri sem öll eru í gmnninn háð hugmyndum um
andstæður, um mismun, ójöfnuð og ósamrýmanleika. Þess vegna er
sambandið milli heiðurs og skammar, milli hreins og óhreins það sem er
grundvöllur táknfræðilegrar flokkunar. Sem vitundarbygging, lætur hvorki
jesúhneigður gyðingdómur né pálskur gyðingkristindómur slíta sig úr þeim
táknfræðilega túlkunarheimi sem þeir urðu til í. Þetta hefur það í för með
sér, að við getum ekki látið okkur nægja að halda okkur með gagnrýnum
hætti við hið feðrahverfa og karllæga í forminu; við verðum að spyrja með
jafn mikilli gagnrýni um hið feðrahverfa og karllæga í gildismati því sem
einkennir trú á Jesúm og kriststúlkunina og gerir hvort tveggja að því sem
það er í trúarlegri og guðfræðilegri vitund. Því karllæg útlegging hefur
einnig trú á Jesúm og kriststúlkunina og gerir hvort tveggja að því sem það
er í trúarlegri og guðfræðilegri vitund. Því karllæg útlegging hefur einnig
lagt útleggingu kvenna viðmiðanir til og feðrahverft skipulag hefur líka
ákvarðað viðtekin mörk og komið á framfæri gildismati á hinu félagslega
sviði þar sem konur hafa búið við lífskjör sín og átt sína möguleika til
þroska. Nokkrar konur hafa gengist við þessu, aðrar ekki og þær hafa leitast
við að breyta kjörunum og auka möguleikana. Þetta breytir þó ekki í neinu
þeim grundvallaratriðum, að við verðum að halda okkur að því karllæga og
feðrahverfa, bæði hvað snertir form og innihald, að því marki sem við
viljum virða kvenlegt líf og kynfélagslegar forsendur, einnig þar sem þær
standast engan samjöfnuð við draum okkar og þær væntingar sem em í
hugsýn okkar um jafnrétti og frelsi.
Kynbundin túlkunarfræði á mannfræðilegum gmnni hjálpar okkur að
grandskoða kyn sem félagslega byggingu og þar með að sjá það sem sér-
staklega er kvenlegt sem menningarlega skilyrta hugsýn eða sem bók-
menntalegt hugarfóstur. En þar með er okkur að auki hjálpað sem kvenna-
guðfræðingum til að grandskoða okkur sjálfar og þær kyn-félagslegu for-
sendur sem við byggjum túlkun okkar á í dag. I því rúmlega aldar gamla
stríði sem staðið hefur milli eðlishyggjusinna og vildarhyggjusinna, þar sem
deilt er um táknfræði kynja og kynfélagslega skilgreiningu hef ég hér með
tekið að styðja málsstað hinna síðamefndu gegn hinum fyrmefndu. Það
þýðir að kyn ákvarðast ekki og stýrist ekki líffræðilega, heldur félagslega og
menningarlega. Líffræðilegt kyn fær nákvæmlega það gildi og þá menning-
arlegu þýðingu sem því er úthlutað af hinni félagslegu táknfræði sem karlar
og konur mótast af. Úr því að við þekkjum ekkert samfélag þar sem túlk-
unarvald og stjómvald hefur ekki heyrt körlum til, er hin félagslega tákn-
fræði vitanlega bæði karlhverf að stefnu og skipulögð samkvæmt feðra-
veldinu. Þegar við bætist að kyn er hagnýtt atriði sem varðar verkaskiptingu,
getum við litið svo á að kyn sé sú félagslega sía sem mótar reynsluheima
karla jafnt og kvenna sem era tvö ólík lífssvið sem em háð hvort öðm og
upphefja þess vegna hvort annað í táknum eða myndlíkingum með harla
ákveðnum, stigskiptum hætti. Dæmi um þetta er sú skipting valds og hæfi-
leika sem tjáð er með hugtakapörum eins og virkt/óvirkt, ljós/myrkur,
sterkt/veikt, hart/mjúkt, — hugtakapör sem öll er unnt að leiða aftur til
53