Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 42
Bjami SigurÖsson
Það er fyrir utan umgjörð þessarar samantektar að greina frá, hvemig
fræðsla nútímans rekur rætur sínar til hins kristna bamalærdóms og hefir
vaxið út frá honum. Bamafræðsla skólanna og bamaspumingamar höfðu
samflot áfram eftir að fyrstu fræðslulögin vom sett, 1. nr. 59/1907. í
þeim segir um kristindómsfræðslu: Hvert bam, sem er fullra 14 ára, á að
hafa lært „það, sem heimtað eða heimtað kann að verða að bömin kunni í
þeirri grein til fermingar,“ 2. gr., 3. tl.
Þessi tengsl efnis við fermingamndirbúning og námsefnis bama-
skólanna í kristnum fræðum rofna svo endanlega með fræðslulögunum
1926, sbr. 1. 40/1926, 2. gr. 3. tl. Nú orðið má segja, að saga eiginlegra
spumingakvera sé öll.
Varla er seilzt um hurð til lokunnar, þó að minnzt sé á fyrstu
biblíusögur, sem komu út hér á landi handa bömum og alþýðu manna.
Svo kallaðar Horsters biblíusögur, sem í raun heita Agrip af historium
heilagrar ritningar, komu út á Hólum 1776 í þýðingu meistara Hálfdanar
Einarssonar116 og í Viðey 1837. Höfundur var Joachim Fredrik Horster
prestur í Danmörku. í bókinni er notuð hefðbundin fræðsluaðferð þeirra
tíma. í henni em 200 spumingar úr efni Biblíunnar og svör við þeim.
Biblíusögumar em 110 bls. í Viðeyjarútgáfunni. Þær em ætlaðar
bömum, unglingum og svo allri alþýðu manna ólærðri. Um „biblíusögur“
var hér á landi ekki að ræða fyrr en þessa bók. Bókin gekk manna á milli
og lengi síðan undir nafninu Drottningarspurningar.
í formála segir á bls. 4-6, (formálinn fylgir ekki Viðeyjarútgáfunni):
„Nú þar eð heilög ritning er sú uppspretta, hvar af allt það framflýtur er
oss þéna kann, í hverju helzt áskigkomulagi vér emm, til lærdóms, til
huggunar, til uppvakningar, til siðferðis betrunar og sáluhjálpar, og þar
fáir hafa efni á að eignast alla Biblíuna, líka og þar eð bömin hafa ei svo
æft hugskot, að þau kunni sjálf útdraga af hennar historium hina
nauðsynlegustu lærdóma, þá hafa margir, einkum í framandi löndum,
viljað létta undir þetta erfiði, sem bömum á hvað kærast að vera, svo sem
þeim er það hið nytsamlegasta, ég meina, að æfa sig í guðs orði og lestri
heilagrar ritningar. Meðal þessara er hr. Horster, sem í fyrstu hefur
samantekið þennan bækling, í hverjum fyrirfinnst stutt ágrip af þeim
helztu tilburðum uppteiknaðir finnast í heilagri ritningu, og dregur hann
af þeim vissa lærdóma, hugganir og áminningar á þvflíkan hátt, er bæði
sýnist bömum auðgripinn, skiljanlegur og ómissandi. Er það án efa þess
vegna, að hennar Majestæt, ekkjudrottningin Júlíana Maria,117 svo sem
guðs safnaða umhyggjusöm fósturmóðir hefur allra náðugast látið mér
116 Sjá Jón Helgason: Meistari Hálfdan 64. Reykjavík 1935.
117 Juliane Marie drottning í Danmörku, f. 4. sept. 1729. d. 10. okt. 1796. Gift Friðriki
V. í júlí 1752, þýzkrar ættar. Konungur lézt 1766. Drottning var homreka
hirðarinnar og hlédræg, en fékk mikil völd 1772-1784 í tíð Guldbergs, eftir að
Struensee var steypt, en hann sýndi henni oft mikla svívirðing, (Salmonsens
Konversations Leksikon). Vera má, að hún haft gefið íslenzkum bömum
Drottningarspurningar til guðsþakka.
40