Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 151
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
D. Svið félagslegrar vitundar
Með því að einstaklingurinn kemur sér upp eigin yfirveguðu lífsviðhorfi
gerir hann sér grein fyrir að aðrir geta haft aðra lífssýn. Maður sér þannig
margbreytileikann í viðhorfum annarra og getur viðurkennt formlega að
þau eigi rétt á sér. En á 4. skeiði er einstaklingurinn enn mjög háður því að
samsama sig einstaklingum eða hópum sem hann á hugmyndafræðilega
samleið með. Hér er enn ríkjandi þöíf fyrir að bindast og miða sig við einn
ákveðinn hóp, trúarhóp, stjómmálahreyfingu eða einhvem annan vel
skilgreindan hóp. Jafnframt em viðhorf annarra gjaman afbökuð, án þess að
viðkomandi geri sér grein fyrir því eða viðurkenni það. Hér er enn á
ferðinni hin dæmigerða afstaða sem kenna má við „annaðhvort — eða“, þar
sem kostir eigin trúar og viðhorfa em tíundaðir og lítið gert úr trú og
viðhorfum annarra.
E. Áhrifavaldar
Viðurkenning á áhrifavöldum ræðst af því hvort það sem þeir em fulltrúar
fyrir rímar við eigin trú og lífsskoðun. Á þriðja skeiði vom áhrifavaldar
viðurkenndir í krafti persónulegra eiginleika sinna, en á fjórða skeiði fer
viðurkenningin eftir því hvaða lífsviðhorf viðkomandi hefur; lífsviðhorfið
er þannig mælikvarðinn á það hvort áhrifavaldi er hafnað eða hann tekinn
gildur.
Fowler leggur áherslu á að þetta val á áhrifavöldum eftir viðhorfum
þeirra sé ekki eingöngu gmndvallað á vitsmunalegu mati, heldur einnig í
ríkum mæli á tilfinningalegri afstöðu.
F. Heildarsýn
Eins og áður hefur komið fram leitast einstaklingur á fjórða skeiði við að
koma sér upp kerfisbundinni heildarsýn. Hann leitast því við að gera grein
fyrir viðhorfi sínu á skýran hátt, þar sem mörkin em skýr milli eigin
viðhorfa og annarra. Einstaklingurinn leitast við að nota hugtök á sjálf-
stæðan hátt, sem geti lýst viðhorfi hans og miðlað því til annarra. Hugtökin
sem notuð em, em ekki eins alhæfandi og þau hugtök sem notuð em á 3.
stigi, en leitast er við að þau lýsi á sem gleggstan hátt hinu sérstæða í
viðhorfum viðkomandi. Hið leyndardómsfulla „rökkur" sem umlukti
viðhorfin á þriðja skeiði er þannig horfið.
G. Notkun tákna
Tákn, goðsagnir og helgisiðir geta á fjórða skeiði haft merkingu, ef inntak
þeirra er tjáð með skiljanlegum hugtökum. Fowler kallar þennan hugtaka-
skilning „redúktíva hermeneutík“. Segja má að einstaklingurinn taki meira
eða minna gagnrýna afstöðu til táknanna og hafi tilhneigingu til að svipta
þau hinu goðsögulega (,,afmýtólógísera“), þannig að hið mikilvægasta í
tákni, helgisiðum eða goðsögn er skilið frá eðli þess. Það felur t.d. í sér að
einstaklingurinn er uppteknari af því hvað táknið merkir, en formi þess og
innihaldi. Spumingin er: Hvað merkir táknið x ? Ef það er ljóst og gott er
táknið x viðunandi, varið og stutt.
149