Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 174
Vilhjálmur Ámason
Menn hafa engar nákvæmar forskriftir, heldur verða þeir stöðugt að leita
lausna á lífsvanda sínum í ljósi kristinna gilda. Það gera þeir bezt með því
að ræða saman um úrlausnarefhi sín af ábyrgð, umhyggju og heilindum.18
Lögmálshyggjan stendur í vegi fyrir slíkum samræðum, því hún hefur
svörin á reiðum höndum, og sjálfdæmishyggja samtímans þrífst á þeirri
trú að ekki sé hægt að ræða verðmæti með rökum.19 Saman stuðla þær að
því andleysi sem stendur nútímamanninum fyrir þrifúm.
Með því að dvelja við fagurfræðilegt og siðferðilegt yfirborð hlutanna
nær kirkjan ekki að takast á við rætur þess vanda sem nútímamenn eiga
við að stríða. öðru nær; hún þrífst á þessu andleysi og viðheldur því.
Hvað er til ráða? Kirkjan þarf að taka hið eiginlega andlega, „spiritúal“
hlutverk sitt alvarlega. Þá fyrst kemst hún yfir á trúarlegt stig. Og þetta
andlega hlutverk er engan veginn hafið yfir veraldleg fyrirbæri því
einungis andleg kirkja er fær um að tengja við tilvistarvanda
nútímamannsins. Til að svo megi verða þarf kirkjan að efna til samræðu
við alla þá sem leitast við að efla varanleg lífsgildi og berjast gegn
andleysi og stefnuleysi, neyzluhyggju og tæknidýrkun samtímans. Okkur
ber hratt yfir en vitum við hvert við stefnum? Við ræðum af kappi
skilvirkni og áhrifagildi tæknilegra leiða, en gefum okkur sjaldan tíma til
að meta gildi þeirra markmiða sem stefnt er að.20 Þess vegna þörfnumst
við andlegrar umræðu, í friði og af lotningu fyrir einhverju æðra en
mannlegu valdi. Fyrr völdum við ekki því verkefni að vera manneskjur.
Það er samfélagslegt hlutverk kirkjunnar að koma okkur til manns í
þessum skilningi, sem er án efa mikilvægari staðfesting þess að gengið sé
á Guðs vegum en táknrænar kirkjuathafnir.
í ábyrgri andlegri umræðu er eiginleg þjóðfélagsgagnrýni kirkjunnar
fólgin. I því verkefni á kirkjan meiri samleið með „trúlausum“
umbótasinnum heldur en ofstækisfullum trúarhópum sem kunna svörin
fyrirfram. Júgóslavneski heimspekingurinn Mihailo Markovic skrifar á
einum stað:
Nú á tímum virðist ... ljóst að þjóðfélögum stafi ekki mest hætta af einræðis- og
alræðisstjómum heldur af því andlega tómarúmi sem fyllt er upp í með trú á vald og
velgengni, með hugmyndum um neyslu og nær sjúklegri trú á áhrifamátt tækja, ásamt
lífshættulegu skeytingarleysi um mannleg markmið og skynsemi.21
að ekki sé hægt að hafa Guð upp á vasann til að ráðskast með. Slíkur rassvasaguð,
eða „viðlagaguð“, eins og Einar kallar hann, er ekld til.
18 Þessa hugmynd hef ég útfært í grein minni „„Siðfræðin og mannlífið: frá
sjálfdæmishyggju til samræðusiðfræði." Hugur, Tímarit um heimspeki 1 (1988),
s.49-78.
19 Páll Skúlason hefur rætt þennan vanda í mörgum greinum, sjá t.a.m. .Jlugleiðingu
um listína, trúna og lífsháskann," Pælingar (Reykjavík 1987), s. 117-127.
20 Læknirinn Leon R. Kass ræðir þess mál á sérstaklega athyglisverðan hátt í bók sinni
Towards a More Natural Science. Biology and Human Affairs. The Free Press
1985.
21 Mihailo Markovic, „Siðfræði gagnrýninna félagsvísinda,“ Vilhjálmur Ámason
þýddi, Tímarit Máls og menningar, 45 (1984), s. 271.
172