Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 174

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 174
Vilhjálmur Ámason Menn hafa engar nákvæmar forskriftir, heldur verða þeir stöðugt að leita lausna á lífsvanda sínum í ljósi kristinna gilda. Það gera þeir bezt með því að ræða saman um úrlausnarefhi sín af ábyrgð, umhyggju og heilindum.18 Lögmálshyggjan stendur í vegi fyrir slíkum samræðum, því hún hefur svörin á reiðum höndum, og sjálfdæmishyggja samtímans þrífst á þeirri trú að ekki sé hægt að ræða verðmæti með rökum.19 Saman stuðla þær að því andleysi sem stendur nútímamanninum fyrir þrifúm. Með því að dvelja við fagurfræðilegt og siðferðilegt yfirborð hlutanna nær kirkjan ekki að takast á við rætur þess vanda sem nútímamenn eiga við að stríða. öðru nær; hún þrífst á þessu andleysi og viðheldur því. Hvað er til ráða? Kirkjan þarf að taka hið eiginlega andlega, „spiritúal“ hlutverk sitt alvarlega. Þá fyrst kemst hún yfir á trúarlegt stig. Og þetta andlega hlutverk er engan veginn hafið yfir veraldleg fyrirbæri því einungis andleg kirkja er fær um að tengja við tilvistarvanda nútímamannsins. Til að svo megi verða þarf kirkjan að efna til samræðu við alla þá sem leitast við að efla varanleg lífsgildi og berjast gegn andleysi og stefnuleysi, neyzluhyggju og tæknidýrkun samtímans. Okkur ber hratt yfir en vitum við hvert við stefnum? Við ræðum af kappi skilvirkni og áhrifagildi tæknilegra leiða, en gefum okkur sjaldan tíma til að meta gildi þeirra markmiða sem stefnt er að.20 Þess vegna þörfnumst við andlegrar umræðu, í friði og af lotningu fyrir einhverju æðra en mannlegu valdi. Fyrr völdum við ekki því verkefni að vera manneskjur. Það er samfélagslegt hlutverk kirkjunnar að koma okkur til manns í þessum skilningi, sem er án efa mikilvægari staðfesting þess að gengið sé á Guðs vegum en táknrænar kirkjuathafnir. í ábyrgri andlegri umræðu er eiginleg þjóðfélagsgagnrýni kirkjunnar fólgin. I því verkefni á kirkjan meiri samleið með „trúlausum“ umbótasinnum heldur en ofstækisfullum trúarhópum sem kunna svörin fyrirfram. Júgóslavneski heimspekingurinn Mihailo Markovic skrifar á einum stað: Nú á tímum virðist ... ljóst að þjóðfélögum stafi ekki mest hætta af einræðis- og alræðisstjómum heldur af því andlega tómarúmi sem fyllt er upp í með trú á vald og velgengni, með hugmyndum um neyslu og nær sjúklegri trú á áhrifamátt tækja, ásamt lífshættulegu skeytingarleysi um mannleg markmið og skynsemi.21 að ekki sé hægt að hafa Guð upp á vasann til að ráðskast með. Slíkur rassvasaguð, eða „viðlagaguð“, eins og Einar kallar hann, er ekld til. 18 Þessa hugmynd hef ég útfært í grein minni „„Siðfræðin og mannlífið: frá sjálfdæmishyggju til samræðusiðfræði." Hugur, Tímarit um heimspeki 1 (1988), s.49-78. 19 Páll Skúlason hefur rætt þennan vanda í mörgum greinum, sjá t.a.m. .Jlugleiðingu um listína, trúna og lífsháskann," Pælingar (Reykjavík 1987), s. 117-127. 20 Læknirinn Leon R. Kass ræðir þess mál á sérstaklega athyglisverðan hátt í bók sinni Towards a More Natural Science. Biology and Human Affairs. The Free Press 1985. 21 Mihailo Markovic, „Siðfræði gagnrýninna félagsvísinda,“ Vilhjálmur Ámason þýddi, Tímarit Máls og menningar, 45 (1984), s. 271. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.