Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 175

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 175
Eins er þér vant Ég veit ekki til þess að Markovic sé kristinn maður, en kirkjan hlýtur að taka heilshugar undir málflutning hans og annarra sem vilja sameinast gegn því hirðuleysi um verðmæti sem í alltof miklum mæli setur svip sinn á hinn kristna heim. Ef til vill hefur vandi mannkynsins alltaf verið aðallega af andlegum toga, en það hefur aldrei verið jafnaugljóst og nú. Við lifum e.t.v. fyrst nú tíma þar sem tilvistarkreppan einkennist af andleysi fremur en skorti á brauði og broti á mannréttindum og því reynir nú meira en áður í sögunni á hinn eiginlega trúarþátt og andlegt afl kirkjunnar. Þetta held ég að veiti kirkjunni einstakt tækifæri til þess að höfða til almennings á ofanverðri tuttugustu öld, því andleysi neyzlusamfélagsins fullnægir okkur ekki sem manneskjum. Kirkjan ætti að nýta sér þetta tómarúm og leiða umræðu um verðmætamat og lífsstíl fólks þar sem alið er á andlegum og siðferðilegum verðmætum. Takist kirkjunni ekki að rækja þetta hlutverk hlýtur kristin menning að líða undir lok. í því tilliti skiptir litlu hvort fólk heldur áfram að játa kristni með vörunum eða ekki. „Það sem hjarta þitt bindur sig við og reiðir sig á er í sannleika Guð þinn.“23 Þetta er því spuming um samkvæmni, um lífsinntak manna. Vilji íslendingar vera kristnir og standa við það, verður kirkjan stöðugt að minna þá á hvað í því felst. Það að vera kristinn maður er ekki bara tilviljunarkennd staðreynd um búsetu og þjóðemi, heldur lífsverkefni sem felur í sér mikla ábyrgð og skyldur. Hið sama á við um stjómvöld og stofnanir ríkisins í kristnu samfélagi. Það er hlutverk kirkjunnar að gera þá kröfu til stjómvalda að ákvarðanir þeirra og stefnumótun endurspegli kristið verðmætamat, þar sem virðingin fyrir manneskjunni er höfð í fyrirrúmi. Að öðmm kosti elur þjóðkirkjufyrirkomulagið á yfirdrepsskap og hræsni. Ég talaði um það hér að framan að íslenzkt samfélag hefði náð að tryggja þegnum sínum velferð og réttlæti betur en margar aðrar þjóðir. En sé íslenzkt neyzlu- og afkastaþjóðfélag metið útfrá hugsjóninni um jafna virðingu fyrir manneskjunni á það augljóslega langt í land. Lítilmagninn — böm, fatlaðir og aldraðir — líða fyrir lífsþæginda- kapphlaup almennings og stjómvalda.24 Og þótt velferðarsamfélagið dragi úr margs konar lífsháska, þá elur það jafnframt á vandamálum sem stórauka sálarháskann og magna nýjan lífsháska. Þessi vandamál em ekki síður alvarleg og erfið en örbirgð og mannréttindabrot, sem svo víða kalla á inngrip kirkjunnar, en þau liggja að mörgu leyti betur við andlegum eða eiginlegum trúarlegum lausnum. Viðmiðunarleysi og brenglað verðmætamat, ábyrgðarleysið og bölið sem af því hlýzt, ætti að vera megináhyggjuefni kristinnar kirkju í nútímasamfélagi. Með virðingu fyrir manneskjunni að leiðarljósi er það skylda þjóðkirkju að vera friðlaus samvizka stjómvalda og almennings. Éf hún er það ekki, þá er eitthvað alvarlegt að kirkjunni. Þjóðin sem tilheyrir kirkjunni ætti að 23 Tilvitnun í Lúther hjá Einari Sigurbjömssyni, „Guðleysi og kristnidómur“, Orðið 17 (1983), s. 34. 24 Sjá grein mína, „Samfélag á villigötum?" Siðfrœði heilbrigðisþjónustu (Reykiavík- Háskóli íslands 1990), s. 5-18. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.