Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 175
Eins er þér vant
Ég veit ekki til þess að Markovic sé kristinn maður, en kirkjan hlýtur að
taka heilshugar undir málflutning hans og annarra sem vilja sameinast
gegn því hirðuleysi um verðmæti sem í alltof miklum mæli setur svip
sinn á hinn kristna heim. Ef til vill hefur vandi mannkynsins alltaf verið
aðallega af andlegum toga, en það hefur aldrei verið jafnaugljóst og nú.
Við lifum e.t.v. fyrst nú tíma þar sem tilvistarkreppan einkennist af
andleysi fremur en skorti á brauði og broti á mannréttindum og því
reynir nú meira en áður í sögunni á hinn eiginlega trúarþátt og andlegt
afl kirkjunnar. Þetta held ég að veiti kirkjunni einstakt tækifæri til þess að
höfða til almennings á ofanverðri tuttugustu öld, því andleysi
neyzlusamfélagsins fullnægir okkur ekki sem manneskjum. Kirkjan ætti
að nýta sér þetta tómarúm og leiða umræðu um verðmætamat og lífsstíl
fólks þar sem alið er á andlegum og siðferðilegum verðmætum.
Takist kirkjunni ekki að rækja þetta hlutverk hlýtur kristin menning að
líða undir lok. í því tilliti skiptir litlu hvort fólk heldur áfram að játa
kristni með vörunum eða ekki. „Það sem hjarta þitt bindur sig við og
reiðir sig á er í sannleika Guð þinn.“23 Þetta er því spuming um
samkvæmni, um lífsinntak manna. Vilji íslendingar vera kristnir og
standa við það, verður kirkjan stöðugt að minna þá á hvað í því felst. Það
að vera kristinn maður er ekki bara tilviljunarkennd staðreynd um búsetu
og þjóðemi, heldur lífsverkefni sem felur í sér mikla ábyrgð og skyldur.
Hið sama á við um stjómvöld og stofnanir ríkisins í kristnu samfélagi.
Það er hlutverk kirkjunnar að gera þá kröfu til stjómvalda að ákvarðanir
þeirra og stefnumótun endurspegli kristið verðmætamat, þar sem
virðingin fyrir manneskjunni er höfð í fyrirrúmi. Að öðmm kosti elur
þjóðkirkjufyrirkomulagið á yfirdrepsskap og hræsni.
Ég talaði um það hér að framan að íslenzkt samfélag hefði náð að
tryggja þegnum sínum velferð og réttlæti betur en margar aðrar þjóðir.
En sé íslenzkt neyzlu- og afkastaþjóðfélag metið útfrá hugsjóninni um
jafna virðingu fyrir manneskjunni á það augljóslega langt í land.
Lítilmagninn — böm, fatlaðir og aldraðir — líða fyrir lífsþæginda-
kapphlaup almennings og stjómvalda.24 Og þótt velferðarsamfélagið
dragi úr margs konar lífsháska, þá elur það jafnframt á vandamálum sem
stórauka sálarháskann og magna nýjan lífsháska. Þessi vandamál em ekki
síður alvarleg og erfið en örbirgð og mannréttindabrot, sem svo víða
kalla á inngrip kirkjunnar, en þau liggja að mörgu leyti betur við
andlegum eða eiginlegum trúarlegum lausnum. Viðmiðunarleysi og
brenglað verðmætamat, ábyrgðarleysið og bölið sem af því hlýzt, ætti að
vera megináhyggjuefni kristinnar kirkju í nútímasamfélagi. Með virðingu
fyrir manneskjunni að leiðarljósi er það skylda þjóðkirkju að vera
friðlaus samvizka stjómvalda og almennings. Éf hún er það ekki, þá er
eitthvað alvarlegt að kirkjunni. Þjóðin sem tilheyrir kirkjunni ætti að
23 Tilvitnun í Lúther hjá Einari Sigurbjömssyni, „Guðleysi og kristnidómur“, Orðið 17
(1983), s. 34.
24 Sjá grein mína, „Samfélag á villigötum?" Siðfrœði heilbrigðisþjónustu (Reykiavík-
Háskóli íslands 1990), s. 5-18.
173