Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 102
Kristján Búason
heldur alþýðustúlku og sezt því ekki í
hásætið.
Það verður að segjast að Propp tókst ekki að fínna eina algilda formúlu
fyrir uppbyggingu umræddra ævintýra. Hann gerði ráð fyrir ákveðnum
flokkum afbrigða. Og hann gerði sér grein fyrir, að einstaka ævintýri
fylgdi ekki fyrirmyndarröðinni.
Eftir þessa smættun hlutverkanna gerir Propp grein fyrir dreifingu
hlutverkanna á 7 manngerðir, „dramatis personae.“ Þær eru hlutverka-
eða athafnasvið (e. sphere of action). Þær eru þessar: Þrjóturinn, (A),
(H), (Pr). Gjafarinn, (D), (F). Hjálparinn, (G), (K), (Rs), (N), (T).
Konungsdóttirin/faðirinn, (M), (J), (Ex), (Q), (U), (W). Hvatamaðurinn,
(B). Hetjan, (CA), (E), (W). Falska hetjan, (C A), (E), (L). Ein manngerð
getur farið með fleiri hlutverk og ólíkar manngerðir geta farið með sama
hlutverk.85
Hjá Propp sjáum við vissa hliðstæðu við það, sem de Saussure gerði, er
hann aðgreindi annars vegar raðkvæma lárétta tengingu og lóðrétta,
dæmigerða hugrenningatengda tengingu, og hins vegar er hann vann
samtímalega greiningu áður en hann sneri sér að hinni sögulegu (Sbr.
formgreiningu og formsögu í formsögulega skólanum). En áhugi hans
beinist fyrst og fremst að venzlum eininganna en ekki að eðli eininganna,
sem hluta kerfisins.
Meðal fremstu og áhrifamikilla fulltrúa formgerðarstefnunnar á síðari
áratugum var mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (f. 1908), sem á
æviferli sínum var m. a. prófessor í Sao Paulo í Brasilíu og eftir 1949 í
París. Sjálfur taldi hann sig hafa orðið fyrir áhrifum af landafræðinámi,
frá Karl Marx og Sigmund Freud. Sameiginlegt Lévi-Strauss, Marx og
Freud er, að þeir telja einfalda samhangandi skipan vera að baki tilveru,
sem virðist ruglingsleg og torræð. Lévi-Strauss taldi andstætt fyrirbæra-
fræðinni rof vera á milli veruleikans og skilnings okkar á tilverunni.
Hlutverk vísindamannsins var að hans mati að ná fram til vemleikans að
baki margbreytilegra birtingarforma hans. Árið 1946 kynntist hann
Roman Jakobson í New York og varð fyrir miklum áhrifum af
formgerðargreiningu hans. Þar fékk hann tæki í hendumar, sem hann
taldi geta leitt sig um hinn sanna veruleika goðsagnarinnar.
í grein sinni „La structure des mythes", sem út kom 195586 útfærir
hann undir áhrifum málvísindanna greiningu á goðsögnum. Lévi-Strauss
85 Sjá Propp, bls. 79-83. Sjá enn fremur greinargerð Berthelsen, J. o. fl., bls. 310-
322.
86 Hér er stuðzt við þýzka þýðingu, Die Struktur der Mythen, á The Struktural Study
of Myth. A symposium, í Journal of American Folklore, Vol. 78, Nr. 270, 1955.
Bls. 428-444. Þýzki textinn birtist í Blumensath, Heinz (útg.), Stukturalismus in der
Literaturwissenschaft. [Neue Wissenschaftliche Bibliothek 43.
Literaturwissenschaftj. Köln: Kiepenhauer & Witsch 1972. Bls. 25-46. Eftir að
ritgerð þessari var lokið barst í hendur höfundar þýðing Gunnars Harðasrsonar undir
heitinu Formgerð goðsagna í Spor í bákmenntafrœöi 20. aldar. Frá Shklovskíj til
100