Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 83
Messuformið - fjötrar eða frelsi?
fararbroddi og stjómað „lifandi“ helgihaldi, ef hann sjálfur hefur ekki
lifað það. Til að ráða bót á þessu þarf stórátak í menntun og starfsþjálfun
kirkjuleiðtoga. Þeir eiga að vera í stakk búnir að mennta söfnuðinn, geta
kennt honum helgimál messunnar, opnað honum leyndardóma hennar.
Þeir eiga að kunna leikreglur helgihaldsins svo vel, að þeir séu frjálsir
innan messuformsins og þekki alla þá óteljandi möguleika sem það býður
upp á í útfærslunni. Sá einn sem þekkir reglur kann að brjóta þær, hann
einn veit hvar messan leyfir meira frelsi, hvar minna. Hann er fær um að
sjá hvemig kirkjulistir, farvegur heilags anda, ríma best við formið,
nýjar og gamlar hlið við hlið, til að styrkja tjáningarmátt þess. í nánu
samfélagi safnaðarins, reglubundinni iðkun helgihaldsins, stöðugri endur-
nýjun, jafnframt virðingu fyrir arfi kynslóðanna, getur takmarkið verið
nærri, að guðsþjónusta safnaðarins verði sá miðpunktur í lífi kristins
manns, sem Kristur sjálfur ætlast til, þegar hann segir: „Gjörið þetta í
mína minningu“. Þá finnum við þann samhljóm við lifandi Drottin sem
postulamir fundu, þá verðum við frjáls í þeim trausta ramma sem kirkjan
hefur skapað okkur í messunni, þá getum við talað um lifandi kirkju.
MESSAN — messuþættir sungnir
ORDINARIUM fastir liðir:
Bæn
Lofgjörð
Trúarjátning
Vegsömun
Bæn
KYRIE
GLORIA
CREDO
SANCTUS
AGNUS DEI
„Drottinn, miskunna þú oss ...”
„Dýrð sé Guði í upphæðum ...”
„Ég trúi á einn Guð ...”
„Heilagur, heilagur, heilagur ...”
„Ó, þú Guðs lamb, ...”
PROPRIUM
breytilegir liðir:
INTROITUS
GRADUALE
ALLELUIA
COMMUNIO
hmgönguþáttur
Pallsöngur
eða um föstu TRACTUS (Föstuvers)
Kvöldmáltíðarsöngur
Messan í handbók íslensku kirkjunnar frá 1981:4
1. Upphafsbæn
2. INTROITUS
MESSU- 3. KYRIE
UPPHAF 4. GLORIA
5. Kollekta
6. Fyrri ritningarlestur (G.T.) GRADUALE
7. Síðari ritningarlestur (N.T.)
4 Skáletraðir liðir eru fastir liðir messunnar, liðir með stórum stöfum eru breytilegir
liðir messunnar.
81