Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 90
Kristján Búason
aðgreindu í tákni (gr. shmei'on) táknanda (gr. shmai'non) og hið
táknaða (gr. shmainovmenon).22
3. Hann aðgreindi form (fr. forme) og efnivið (fr. substance) máls í
tengslum við spuminguna, hvað það væri, sem gæfi táknunum
merkingu. De Saussure áleit, að efniviður merkingarinnar væm allar
hugsanir og tilfinningar, sem væm sameiginlegar mann-kyninu. Ur
þessum efniviði em merkingar formaðar í tilteknum málkerfum með
því að að tengja handahófskennt tiltekið knippi hljóða við tiltekinn
hluta þessa efniviðar 23 Það er ekki samsemd hljóðanna, sem tryggir
sömu merkingu, heldur gerir mismunur eininga gagnvart öðmm
einingum það, bæði á sviði táknmynda og táknmiða, en innan
samhangandi kerfis, sbr. dæmið um lestina París-Genf, þar sem
sömu vagnar tryggja ekki, að um lestina París-Genf sé að ræða,
heldur staða lestarinnar gagnvart öðrum lestum í kerfinu.24 I
tungumáli er aðeins að finna mismun, þegar táknmynd og táknmið
em skoðuð hvort fyrir sig, ekki jákvæðar stærðir. En þegar þau em
tengd og skoðuð sem heild em þau jákvæð fyrirbæri.25 Dæmi um
mismun er t. d. í íslenzku vík-vír.
4. Hann taldi venzl í málinu vera tvenns konar. Annars vegar væm
raðkvæm venzl (fr. rapports syntagmatiques), sbr. setninguna eða
orð með rót, forskeyti og viðskeyti eða föst orðatiltæki. Hins vegar
em hugrenningavenzl (fr. rapports associatifs), sem í nútíma
málvísindum kallast einnig staðkvæm venzl (e. paradigmatic
relations),26 sbr. beygingadæmi fallorða og sagna, öll forskeyti, öll
fomöfn o.s.frv., sem mynda keðjur af einingum, sem aðgreinast
hvert frá öðm innan keðjunnar. Aðeins ein eining keðjunnar passar
inn í raðkvæmu tenginguna eða setninguna, en skilgreiningu sína út
frá mismuni sækir þessi eining úr dæmakeðjunni, t.d. frá mismuni
tiltekins falls orðs gagnvart öðmm föllum 27
22 Sjá Jakobson, R. and Waugh, Linda R„ The Sound Shape of Language í Jakobson,
R., Selected Writings. VIII Completion Volume One. Major Works, 1976-1980.
Edited, with a preface, by Stephen Rudy. Berlin - New York - Amsterdam: Mouton
De Gruyter 1988. Bls. 17.
23 Sjá tilvitnun 10 og Lyons 1971, bls. 56nn, þar sem hann telur að hluti orðaforða
tungumála a. m. k. byggi á hugtakaefniviði, sem sé fyrir hendi, en dregur í efa að
hugmynd de Saussures um hugtakaefnivið óháðan tungumáli og menningu standist
og færir þar sem rök mismunandi skiptingu litrófsins eftir tungumálum. Hann telur,
að greinargerð de Saussures fyrir merkingarformgerðinni megi rekja til úreltra
sálfræðilegra kenninga. Sjá nánar hér síðar sjónarmið Hjelmslevs.
24 Sjá de Saussure, bls. 108.
25 Sjá de Saussure, bls. 120nn, fr. útg. Engler, bls. 270nn „Bien plus: une différance
suppose en général des termes positifs entre les quels elle s'établit; mais dans la
langue il n'y a que des differences sans termes positifs... Mais dire que tout est
négatif dans la langue, cela n'est vrai que du signifié et du signifiant pris séparément:
dés que l'on considére le signe dans sa totalité, on se touve en presénce d'une chose
positive dans son otdre.“
26 Orðin „raðkvæmni" og „staðkvæmni" hefur höfundur þessarar greinar frá Ástráði
Eysteinssyni.
27 Sjá de Saussure, bls. 122-127.
88