Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 135
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
Ef hægt er að sýna fram á að aðgerðakerfi svipað því sem hér er reynt að
lýsa sé til á hverju skeiði fyrir sig, þá leiðir af því að flutningur þrep af
þrepi eða skeið af skeiði, felst ekki endilega í því að farið sé frá A til G, eða
því að allir þættimir breytist samtímis. Þvert á móti er lfldegt að breytingin
verði ójöfn, jafnvel skrykkjótt,— fyrst breytist einn þáttur og síðan annar
og saman draga þeir hina áfram. Mikilvægt er að undirstrika að færsla milli
skeiða eða þrepa er ekki tröppugangur. Miklu nær er að líta á ferlið sem
gorm, þannig að einstaklingur getur í hugsun sinni sveiflast milli skeiða.
Flumingur milli skeiða á sér stað í ákveðinni röð frá hinu fyrsta, en hins
vegar er einstaklingsbundið á hvaða aldri það gerist og hvort það gerist.
Fowler telur að flestir nái einungis 3. eða 4. skeiði. Flumingur milli skeiða
getur orðið vegna nýrrar þekkingar, átakamikillar reynslu eða þ.h. Slflcar
aðstæður geta krafist nýrrar afstöðu sem leiðir til breyttra viðhorfa til lífsins
og tilvemnnar. Lausn á vandamálum eins skeiðs er forsenda fyrir flumingi
á hið næsta. Rétt er að leggja ítrekaða áherslu á að hér er þó aldrei verið að
tala um inntak trúarlegrar hugsunar, heldur formgerð hugsimarinnar. Þótt
formgerð hugsunarinnar breytist felur það ekki í sér að grundvallarbreyting
verði á inntaki trúarinnar.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að flumingur milli skeiða er marg-
þætt sálrænt ferli, sem í sumum tilvikum birtist sem afturhvarf með um-
fangsmiklum breytingum á lífsháttum, en í öðmm tilvikum eiga sér ekki
stað neinar sjáanlegar ytri breytingar. Ennfremur er mikilvægt að leggja
áherslu á að lýsing á skeiðunum felur ekki í sér kvarða sem hægt er að nota
til að meta gildi einstaklinga eða byggja á uppeldisáætlun. Þau em fyrst og
fremst hugsuð til skilningsauka á einstökum þáttum í hugsunarhætti, mati
og atferli einstaklinga og geta þannig komið að notum í safnaðarstarfi,
sálusorgun og í tengslum við uppeldisfræðileg athugunarefni.
Fowler kýs að líta á og lýsa uppbyggingu trúarinnar sem heildar og notar
til þess áðumefnda sjö aðgerðaþætti sem ég hef kosið að nefna sjónarhom.
Skal nú leitast við að gera grein fyrir hveiju sjónarhomi fyrir sig.
Sjónarhornin
A. Rökmynd
Þetta sjónarhom fylgir kenningu Piagets um vitsmunaþroskann. Hér er átt
við þau rökleiðslu- og matsmynstur, sem einstaklingurinn hefur tiltæk á
hverju þrepi. Vitsmunalegur þroski er álitinn nauðsynleg en ekki nægileg
forsenda fyrir þroskun hinna breytnanna og þar með þroskun trúarlegrar
hugsunar. Þetta undirstrikar það viðhorf Fowlers að ekki megi álíta að trú
sé órökrænt fyrirbæri. Rétt er að vekja athygli á að Fowler telur
framhald verða á vitsmunalegum þroska eftir að stigi formlegrar hugsunar
hefur verið náð og greinir hann það stig í þrjá undirflokka sem hver hefur
sín sérkenni.
133