Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 107
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
Þetta varð honum tilefni til að huga að hlutverki og venzlum persóna, sem
hafði verið veiki þátturinn í frásagnafræðinni, og hann tengir persónur
og athafnir.
Hann gerði tilraun með þrjár grundvallarumsagnir: Ósk, þ. e. ætlanir
persónanna, boðskipti, þ. e. samskipti persónanna og þátttöku, þ. e.
persónumar grípa inn í ætlanir hver annarrar sem aðstoðarmenn eða
andstæðingar. Hér skilgreinir Todorov afstöðu persóna, sem Greimas
reynir síðar að gera grein fyrir í gerandalíkani sínu.
En Todorov hugaði síðar einkum að framsetningunni, t. d. tímanum í
frásögunni, sem hefur margar víddir í sögunni, t. d. margt getur gerzt
samtímis, en verður að fylgja línu í framsetningu. Þá athugaði hann
sjónarhomið, þ. e. hver sér hvað, hver talar, og hvert er matið, þ.e.
aðgreindi höfund og sögumann, og velti fyrir sér hlutverki lesanda í
frásögunni. Hann aðgreindi alvitran sögumann, sögumann, sem vissi
jafnmikið og tilteknar persónur á sögusviði, og þann sögumann, sem vissi
minna. Ennfremur greindi hann einkum tvenns konar frásagnarhætti:
eftirlíkinguna eða táknbúninginn 94(e. representation), sem sýnir, hvemig
atvikin gerast, t. d. samtal í beinni ræðu eða leikrit, og frásöguna (e.
narration), sem segir frá, hvemig atvikin gerast, t. d. frásögn með
óbeinni ræðu. Grunnþáttur eftirlíkingarinnar er hlutlægni, en
frásagnarinnar huglægni. í flestum verkum er annar hvor þátturinn
ríkjandi.95
Þá fékkst hann við athugun á rofí í frásögum, þar sem veruleiki brýzt
inn í skáldskap eða öfugt. Todorov er meðvitaður um tjáskiptakringum-
stæðumar.96
Næst skal nefna Roland Barthes (1915 - 1980). Hann fékkst við táknfræði
og þá ýmis táknkerfi í samfélaginu svo sem fatatízku, mat, auglýsingar,
umferð, þ. e. sem tákn í aukamerkingakerfi (fr. systéme connoté), þ.e. í
raðkvæmu lágréttu venzlunum, sem standa við hlið aðalmerkinganna í
lóðréttum venzlun, merkingarkerfi af annarri gráðu. T. d. hafa föt
ákveðið aðalhlutverk, að klæða manninn, en þau geta verið táknmyndir í
táknkerfi, þar sem táknmiðin em auka-merkingargildi.97 Fyrir Barthes
em táknkerfi af annarri gráðu mýtur (ólíkt Lévi-Strauss). Táknið fær
tvíræða merkingu, það bæði varðveitir uppmnalega einingu táknmyndar
og táknmiðs, en verður jafnframt táknmynd í öðm kerfi: Mýtan fær á sig
94 Sbr tíllögu Garðars Baldvinssonar í Spor í bókmenntafrceði 20. aldar. Bls. 108,
neðanmálsgrein 35.
95 Sjá einnig Genette, Gérard, Narrative Discourse. Oxford: Basil Blackwell 1980.
96 Um Todorov er hér fyrst og fremst stuðzt við Hallback, bls. 75-79. Hann byggir
framsemingu sína á La grammaire du récit, Langages 12,1968 og Les Catégories du
récit littéraire, Communications 3.1966. Paris: Seuil.
97 Sjá Barthes, R., Éléments de sémiologie í Communications 4. 1964. Paris: Seuil.
Bls. 91-135, einkum bls. 130-132.
105