Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 100
Kristján Búason
frumþœttir í sögu án tillits til hver er gerandi. Þeir mynda grundvöll
sögunnar. 2. Fjöldi þeirra frásagnarliða, sem komafyrir í ævintýrum, er
takmarkaður... 3. Röð liðanna er alltaf hin sama... 4. Öll eiginleg
œvintýri hafa sömu frásagnargerð. “ 82 Þetta er hans viðurkennda framlag
til frásagnafræði formgerðarstefnunnar (e. narratology). Hann skilgreindi
31 hlutverk í 100 rússneskum töfraævintýrum, sem hann rannsakaði.
Hann hugsaði sér eins konar fyrirmyndarævintýri með öllum þessum
hlutverkum, en þessi hlutverk koma ekki öll fyrir í einu og sama ævin-
týrinu. Byggingin stefndi að ákveðnu marki og laut rökrænni skipan. í
grófum dráttum hefst ævintýri á lýsingu á góðum kringumstæðum, þær
em yfirgefnar af einhverjum, andstæður þeirra eða skortur kemur fram,
og hetjan tekur að sér að leysa vandann og koma öllu í samt lag með því
að sigra andstæðing eða bæta úr skortinum, venjulega með hjálp einhvers,
viðurkenning veitist, hetjan giftist prinsessunni og fær hálft ríkið. Hér var
ekki gerð tilraun til þess að búa til líkan fyrir allar frásögur, heldur þessi
100 ævintýri.83
Hér fer á eftir yfirlit yfir hlutverkin.84 En þess ber að gæta að upphafs-
kringumstæður teljast ekki hlutverk, og að fyrstu 7 hlutverkin tilheyra
undirbúningsröð (e. sequence).
I () Fjarvera Einn úr fjölskyldunni yfirgefur heimilið.
II () Bann Hetjunni er tekinn vari við ýmsum athöfnum.
III () Bannið brotið
IV () Upplýsingaleit Þrjóturinn leitar upplýsinga um fómarlambið.
V () Uppljóstrun Þrjóturinn fær upplýsingar um fómarlambið.
VI () Klækir Þrjóturiim reynir að blekkja fómar- lambið til að ná valdi yfir honum eða eign hans.
VII () Meðsekt Fómarlambið fellur í hendur þrjótsins og aðstoðar þannig óvitandi andstæðing sinn.
vm (A) Óþokkabragð Þrjóturinn veldur einum úr fjölskyldunni skaða eða brýtur á honum rétt. (Hér hefst atburðarás frásögunnar).
VHIa (a) Skortur Ævintýrið þarf ekki að hefjast á (A), heldur á skorti eða ósk eins úr fjöl- skyldunni.
IX (B) Hvatning (Tengjandi Ógæfa eða skortur er afhjúpaður. Hetjan er beðin eða henni skipað að
82 Propp, 21-24. Hér er notuð þýðing Vésteins Ólafssonar, sjá neðanmálstilvísun 81.
83 Sjá Hallbáck, bls. 38-46. Bethelsen, J. og fl„ bls. 299-322.
84 Propp, bls. 25-65.
98