Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 41
Ferming f fjórar aldir
sú, að bók þessi komi í staðinn fyrir kver og biblíusögur, sem flest böm
hafa lært til þessa.“ Bókin er 154 bls.
Um þessa bók segir svo í Prestafélagsritinu 1933, bls. 162-63: „Að
athuguðu máli vill kirkjuráðið taka það fram, að prestum, sem óska að
nota bók þessa við undirbúning bama undir fermingu, sé það heimilt. En
þar sem bókin er mestmegnis biblíusögur, en biblíusögur er ekki venja að
löggilda, þykir ekki ástæða til að löggilda bókina. Að öðm leyti væntir
kirkjuráð þess, að þeir, sem kynnu að semja námsbækur til notkunar við
undirbúning bama undir fermingu, sendi kirkjuráði þær til löggildingar
áður en þær em prentaðar.“ Samþykkt kirkjuráðs gjörð á Akureyri 17.
júlí 1972 gengur og í þá átt, að bækur, sem nota á við
fermingamndirbúning, hljóti að fá til þess viðurkenningu kirkjuráðs.
Þessu mun þó yfirleitt ekki hafa verið sinnt, enda kirkjuráð ekki gengið
eftir því.
Kver til fermingarundirbúnings ungmenna eftir sr. Þorstein
Kristjánsson lengst prest í Sauðlauksdal. Reykjavík 1937.
Vegurinn eftir sr. Jakob Jónsson. Reykjavík 1944; 2. prentun kom út
1960.
Líf og játning eftir Valdimar V. Snævarr, Akureyri 1953; 2. prentun
1954.
Leiðarljós eftir sr. Árelíus Níelsson. Reykjavík 1957.
Kristin trúfrœði eftir Ebbe Arvidsson og Tage Bentzer í þýðingu sr.
Þóris Stephensens. Fyrsta prentun Akureyri 1970.
Líf með Jesú eftir Jan Carlquist og Henrik Ivarsson í þýðingu sr.
Einars og sr. Karls Sigurbjömssona. Kom fyrst út í Reykjavík 1976.
Ef þú bara vissir (fjölrit). Sr. Tómas Sveinsson þýddi úr sænsku og
staðfærði 1985. f 'J
Veturinn 1979-1980 kannaði kirkjufræðslunefnd þjóðkirkjunnar,
hvaða kver sóknarprestar styddust við, þegar þeir byggju böm undir
vermingu. Könnun nefndarinnar svömðu 78 sóknarprestar.
Hins vegar svömðu 100 prestar í könnun þeirri, sem dr. Pétur
Pétursson gjörði á vegum fermingarstarfanefndar 1987.
l ÍIB’
Kver í notkun 1980 og 1987, hundraðstala
Líf með Jesú
Kristin trúfræði
Ef þú bara vissir
Líf og jáming
Vegurinn
Kver Friðriks Hallgr.
Ekkert kver
Eigið kver
1980 1987
n=83 n=106
52 60
19 20
0 7
8 5
11 3
4 0
6 4
0 2
39