Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 22
Bjami Sigurðsson
lesa úr kverinu af predikunarstólnum, heldur spyrja bömin á kirkjugólfi
á eftir og rannsaka, hvað þau hafa skilið.37 Prófasturinn skal þau ár, sem
biskup vísiterar ekki, grennslast eftir ásigkomulagi „prestanna og
sóknarinnar, og einkum ungdómsins, og síðan greina sínum biskupi“ frá
öllu þessu.38 Ekki má láta sitja við það, að bömin kunni svörin örðrétt úr
kverinu, heldur verða þau að geta skýrt þau með eigin orðum. Presturinn
getur spurt bæði börn og fullorðna út úr kenningu sinni af
predikunarstóli að predikun lokinni.39 Foreldrar og húsbændur eiga að
sjá um, að bömin sæki kirkju til að hlýða á skýringu Fræðanna, að
viðlagðri refsingu. Þegar piltar og stúlkur em spurð á kirkjugólfi, eiga
þau að temja sér siðsamlegt látæði. Þau eiga að tala hátt og skilmerkilega,
svo að söfnuðurinn geti allur notið góðs af. Og ekki mega bömin taka
fram í hvert fyrir öðm. Foreldmm ber ekki aðeins að sjá um, að böm sín
sæki þessa kristindómsfræðslu í kirkjuna að viðlagðri refsingu, heldur
skulu húsbændur sjá um, að hjú sín sæki þangað fræðslu á sama hátt.40
Enginn má fara út úr kirkjunni áður en spumingum lýkur, hvorki
böm né fullorðnir. Kirkjudyr skulu vera lokaðar.41 Prestamir setja
bömum fyrir úr fræðum Lúters eða kverinu það, sem þau eiga að læra
utan bókar heima næstu viku. Þau lesa það þá sjálf eða fá einhvem
fullorðinn til þess. Svo skila þau því næsta sunnudag. -Prestur fær
meðhjálpara til að líta eftir því með sér, að böm séu iðin við að nema
Fræðin.42 Prestar skulu a.m.k. tvisvar á ári húsvitja á hverjum bæ til að
líta eftir fræðslu bamanna.43
Þá er að athuga, hvað tilskipun um húsvitjanir 27. maí 174644 segir
helzt um fermingu og fermingarundirbúning.45 í 10. gr. segir, að
presturinn eigi á húsvitjunarferðum sérstaklega að kynna sér, hvemig
húsbændur standi að fræðslu bama og hjúa og að hve miklu leyti rætt sé á
heimilinu rúmhelga daga um kenningu og fræðslu prestsins í kirkjunni.
Og „ungdómurinn skal með allri kostgæfni yfirheyrast, hvemig þau em í
þeirra kristindómi grundvölluð. Upp á það hið sama byrjar þeim að lesa46
litla Catechismus Lutheri, svo að prestamir geti lagfært það, sem ekki
hefir verið rétt numið, svo og útlegging yfir Catechismum,47 hver sem
hana hefir lært...“ Þá segir í 12. gr., að djáknar klaustranna48 skuli
vikulega vitja nokkurra heimila í sókninni til að kenna bömum Fræðin,
37 Sama, 4. gr.
38 Sama, 15. gr.
39 Sama, 6. gr.
40 Sama, 9. gr.
41 Tsk. 29. maí 1744, 11. gr.
42 Sama, 13. gr.
43 Sama, 14. gr.
44 Lovs. n, 566-578.
45 Fyrir vanrækslu á sumum ákvæöum tsk. sektast presturinn, og rennur sektarféð til
bamafiæðslu. Sama gildir um aðrar sektir vegna brota á tilskipunum þessa tímabils.
46 Fara með utan bókar.
47 Þ.e. kverið.
48 Sögu klaustranna hér á landi lauk raunar með nokkrum bréfum konungs 12. marz
1544, sbr. Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga, IV. bindi, Rvk. 1944, bls. 163nn.
20