Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 98
Kristján Búason
bókmenntir út frá ekki-bókmenntalegum þáttum eins og sálrænum
áhrifum höfundar, áhrifum eða speglun hins félagslega umhverfis, eða
með tilliti til innihaldsins sem trúarleg eða heimspekileg tákn.70 Rússneska
formalismanum hefur verið skipt í þrjú skeið, fyrst vélrænt skeið, þar
sem litið er á textann sem samansafn af stífræðilegum tæknibrögðum,
síðan lífrænt skeið, þar sem litið er á textann sem lífræna heild tengdra
hluta, og loks kerfisskeið, þar sem litið er á bókmenntatexta sem áhrif frá
stóru bókmenntakerfi eða jafnvel stærra kerfi, sem spannar gagnvirk
bókmentaleg og ekki-bókmenntaleg kerfi.71
V. B. Shklovskíj (f. 1893) tilheyrir fyrsta skeiðinu. Hann hugaði að
stílnum og vakti athygli á viðleitni höfunda að brjóta venjur, sjálfvirkni í
framsetningu, rjúfa hana og vekja athygli með því að gera eitthvað
framandi (e. defamilarisation), hægja á framsetningu skynjunarinnar, án
þess að breyta skynjuninni sem slíkri, og afhjúpa þannig tæknina. í
tímaritsgrein hans, sem í íslenzkri þýðingu kalla, „Listin sem tækni“
(1916), andmælir hann eldri skilgreiningum á list, einkum
staðhæfingunni: „List er að hugsa í myndum.“ Með listaverki í þrengri
merkingu á hann við verk, sem er skapað með sérstæðri tækni til þess að
gera verkið eins listrænt og kostur er á. En skynjun listaverksins verður
með tímanum sjálfvirk. Men hætta að skynja það. Sjálfvirknin étur það.
Síðan segir hann, m. a.: „Það er tilgangur listar að miðla skynjun hluta
eins og þeir eru skynjaðir og ekki eins og þeir eru þekktir. Tækni listar
er til þess að gera fyrirbæri „framandi,“ gera form erfið, gera skynjun
erfiðari og lengri, vegna þess að skynjunarferillinn hefur fagurfræðilegan
tilgang í sjálfum sér og hann verður að lengja. List er leið til þess að
reyna hið listræna í jyrirbœri. Fyrirbœrið er ekki mikilvœgt í þessu
sambandi.li72 Aristoteles hafði aðskilið söguefni og röðun þess í
framsetningu, fléttunni, sem átti að endurspegla kunnuglega tilveru, en
formalistamir litu á fléttuna sem alls konar tök til að rjúfa og tefja
framsetninguna.73 Hugmyndin, að gera fyrirbæri framandi, fól í sér
breytingu og þróun og leiddi til þess, að formalistamir fengust við
bólonenntasögu, þ. e. sögulega þróun bókmennta (e. diachrony).74
J. N. Tynjanov (1894-1943) tilheyrði Opojaz-hópnum og varð fyrir
beinum áhrifum frá de Saussure. Hann vildi líta á bókmenntimar í heild
70 Sjá Hallback, bls. 29.
71 Sjá Selden, bls. 8, þar sem hann fylgir Peter Steiner, Russian Formalism: A
Metapoetics. Ithaca: Comell University Press 1984.
72 Schlovsky, V., Art as Technique í Davis, Robert Con, Contemporary Literary
Criticism. Modernism Through Poststructuralism. New York & London: Longman
1986 (Endurprentað eftir Russian Formalist Criticism: Four Essays, translated and
with an introduction by Lee T. Lemon and Marion J. Reis. Bls. 5-24. University of
Texas Press 1968). Bls. 55. Þessi ritgerð er nú komin út í íslenzkri þýðingu Árna
Bergmanns undir heitinu Listin sem tækni í Spor í bókmenntafrceði 20. aldar.
Bls.21-42. Tilvitnunina er að finna á bls. 29.
73 Sjá Selden, bls. llnn.
74 Sjá Selden, bls. 15.
96