Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 97
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
skáldskaparhlutverkið alltaf ríkjandi. í daglegu tali getur það verið
aukahlutverk og nefnir hann sem dæmi, þar sem stúlka talaði venjulega
um „that horrible Harry.“ Hún hefði getað notað orð eins og „dreadful,
terrible, frightful, disgusting.“ í stað þess notaði hún innrím, h - H.63
Mikilvægt í þessu sambandi er yfirfærsla Jakobsons á aðferðum mál-
vísinda (e. linguistics) á bókmenntir, einkum skáldskap sem Jakobson
skoðaði sem texta (e. verbal structure).64 Hann staðhæfir að hætti
formalistanna, sem komið verður að síðar, að skáldskaparfræðin fáist við
spuminguna „Hvað gerir skilaboð í orðum að list?“ Vegna þess að þau
fást við sérkenni orðlistar gagnvart öðmm listgreinum og öðm atferli í
orðum, þá ber þeim fremsta sætið í bókmenntafræðum. Rímið er þó
aðeins hluti af grunvallarþætti skáldskaparins, hliðstæðunni (e.
parallelism) eða endurtekningunni (e. recurrence). Samanburðurinn gemr
verið ýmist við það, sem er líkt, og það, sem er ólíkt65 En í skáldskap er
það, sem er líkt og tilheyrir dæmavenzlásnum, lagt yfir á raðtengda ás
textans, líkt er lagt yfir á raðtengt (e. similarity superimposed on
contiguity). Þetta gefur skáldskapnum táknrænt, flókið og margrætt
eðli.66
Næst ber að geta rússnesku formalistanna, sem 1915 stofnuðu í Moskvu
hóp málvísindamanna og bókmenntafræðinga. Annar hópur, „Félag um
rannsóknir skáldskaparmáls,“ sem skammstafað var á rússnesku „Opojaz,“
var stofnaður ári síðar í St. Pétursborg.67 Til rússnesku formalistanna
teljast m. a. Victor Shklovskíj, Yury Tynyanov, Boris Eichenbaum, sem
fóru fyrir Opojaz-hópnum, ennfremur Osip Brik, Roman Jakobson, og
Boris Tomashevsky.68 Hreyfing þeirra var liðin í Sovétríkjunum til um
1930. Jacobson og Tynyanov héldu áfram í Prag og lögðu 1926 gmndvöll
að „Málvísindamannanna-hópnum í Prag.“ En við valdatöku nazista héldu
sumir til Bandaríkjanna, þar á meðal Roman Jakobson og
bókmenntafræðingurinn René Wellek. Höfðu þeir þar djúpstæð áhrif á
nýrýnina (e. New Criticism).69 Formalistamir leituðu hins bókmenntalega
í bókmenntunum sjálfum, hins formlega í þeim, og höfnuðu því að skýra
63 Sjá Jakobson, R„ Metalanguage as a Linguistic Problem í Jakobson, Roman,
Selected Writings VII. Bls. 113-121.
64 Sjá Jakobson, R., Closing Statement: Linguistics and Poetics í Sebeok, Thomas A.
(Ed.), Style in Language. Cambrige, Massachusetts: The M. I. T. Press 1968. Bls.
350-377. „Poetics deals with problems of verbal stucture, just as the analysis of
painting is concemed with pictorial structure. Since linguistícs is the global science of
vebal structure, poetic may be regarded as an integral part of linguistics.“ Bls. 350.
Sjá ennfremur Boström Kruckenberg, Anita, Roman Jakobsons poetik. Studier i
dess teori och praktik í Skrifter utgivna av Litteraturvetenskapliga Institutionen vid
Uppsala Universitet 6. Uppsasala 1977.
65 Sjá Jacobson, R., Closing Statement. Bls. 368n.
66 Sjá Jakobson, R., Closing Statement. Bls. 370n.
67 Hallback, bls. 29.
68 Eagelton, T., bls. 2.
69 Selden, R., bls. 8.
95