Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 88
Kristján Búason
málvísindalegri textagreiningu (e. Text Linguistic Analysis)10 við
skýringu dæmisögunnar um miskunnsama Samverjann, borið þær saman
svo og við eldri greiningu útgáfurýninnar (e. Redaction Criticism), sem
byggir á heimildagagnrýninni, í ritskýringu á sama texta.* 11
Forsaga
Rætur formgerðargreiningar í bókmenntum liggja að hluta í kenningum
Aristótelesar (384-322 fr. Kr.), sem er að finna í riti hans U m
skáldskaparlistina, um aðgreiningu á efniviði frásögunnar, athöfnum (gr.
pravgma) annars vegar og framsetningu (gr. mu'qo"), tengingu
athafnanna hins vegar.12
Að stórum hluta er rótanna að leita hjá Ferdinande de Saussure, sem
var prófessor við háskólann í Genf (frá 1891) og kenndi þar málvísindi
undir lok ævi sinnar, 1906-1913.
Þáttaskil í sögu málvísinda13 marka fyrirlestrar de Saussure við
háskólann í Genf árin 1907, 1908-9, 1910-11, sem aðeins eru varðveittir í
uppskriftum nemenda hans og voru gefnir út 1916 undir nafninu Cours
de linguistique generale.14 Hann setti sér að afmarka málvísindi frá öðmm
fræðigreinum og framsetti þau sem tegund táknfræði (fr. semiologie).
Hann aðgreindi síbreytilegt tal einstaklinga annars vegar og málkerfið
hins vegar, sem væri hið eiginlega viðfangsefni málvísinda. Málkerfið er
B./Wheeler, Ch. B., The Bible as Literature. An Introduction. Oxford: Oxford
University Press 1990, og Alter, R. & Kermode, F. (Ed.), The Literary Guide to the
Bible. London: Collins 1987.
10 Sjá Giilich, E./ Raible, W., „Uberlegungen zu einer makrostrukturellen Textanalyse:
J. Thurber, The Lover and His Lass,“ í Teun A. van Dijk/J. S. Petöfi (Útg.),
Grammar and Descriptions (Studies in Text Theory and Text Analysis). Berlin - New
York: Walter de Gruyter 1977. Sjá enn fremur Gulich, E./ Raible, W., Linguistische
Textmodelle: Grundlagen undMöglichkeiten (UTB, 130), Miinchen: Fink 1977.
11 Sjá Kristján Búason, The Good Samaritan, Luke 10:25-37. One Text Three Methods
í Luomanen, P. (Útg.), Luke-Acts. Scandinavian Perspectives. Publications of the
Finnish Exegetical Society 54. Helsinki /Göttingen: The Finnish Exegetical Society
og Vandenhoeck & Ruprecht 1991. BIs. 1-35. í þessu bindi eru erindi flutt á
ráðstefnu norrænna nýjatestamentisfræðinga um Lúkasarguðspjall og Postulasöguna
í Esbo í Finnlandi sumarið 1990.
12 Sbr. Aristoteles, Poetica, 1449b, 36 - 1450d, 5: „... levgw ga;r mu'qon tou'ton th;n
suvnqesin tw'n pragmavtwn,...“ Verkið ber á grísku nafnið ARISTOTELOUS PERI
POIHTIKHS. Hér er stuðzt við Aristotle Poetics. Introduction, Commentary and
Appendix by D. W. Lucas. Oxford: At the Claredon Press 1968.
13 Sjá t. d. Lyons, J., Introduction to Theoretical Linguistics. Cambridge: At the
University Press 1971. Bls. 38. Sjá ennffemur Helbig, G., Geschichte der Neueren
Sprachwissenschaft. Reinbeck bei Hamburg: Rowohlt Taschenbuch Verlag GmbH.
1979. Bls. 33n. Anderson, S. R., Phonology in the Twentieth Century. Theories of
Rules and Theories of Representations. Chicago and London: The University of
Chicago Press 1985. Bls. 17.
14 Hér er notazt við enska þýðingu, de Saussure, F., Course in General Linguistics.
Introduction by Jonathan Culler. Edited by Charles Bally and Albert Sechehaye in
collaboration with Albert Reidlinger. Translated from the French by Wade Baskin.
Glasgow: William Collins, Sons and Co 1974. Til hliðsjónar var notuð fræðileg
útgáfa á frumtextanum og heimildum hans: de Saussure, F„ Course de linguistique
general. Tome I. Edition critique par Rudolf Engler. Wiesbaden: Otto Harrassowitz
1968.
86