Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 47
Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarfræðileg ritskýring
óhlutstæð gildi, fræðastefnur og alhæfingar sem ekki taka mið af skilyrðum
sögunnar, til þessa getað verkað eins og hula yfir hið karllæga sjónarhom til
jafns við þær feðrahverfu vitundarmyndir sem fyrirfram hafa bæði ákvarðað
hvemig tilveran er túlkuð og hvemig textinn er lesinn. Ef grannt er skoðað,
hefur hið mennska verið lagt að jöfnu við hið karllega, sem hið almenna,
raunar í harla takmörkuðu gervi, háðu reynsluheimi vestrænnar, hvítrar
viðstéttar.
Krafan um að huglægnin sé meðvituð og gaumgæfin er því að hluta,
krafa um að talað sé hreint út og þekkilega um tilvera manna og
margbreytilega fleti hennar og að hluta, krafa um að sú mannvera sem fær
útleggingu á lífi sínu sé ófrávíkjanlega tengd líkama sínum, kyni og
félagslegum samhengjum, í samræmi við hvaðeina sem það ber með sér,
með hliðsjón af menningar- og stjómmálalegum frávikum útlegginga. Þegar
Páll tjáir sig um manninn í bréfum sínum, talar hann eindregið um mann í
sinni eigin mynd. Eigi að túlka ummæli Páls má hvorki dylja þetta háttalag
né heldur gera það að engu með útskýringum, þvert á móti verður að gera
það skiljanlegt. Þetta á að gera með vitund um að reynsluheimar karla og
kvenna voru ekki aðeins afar ólíkir á tímum Páls, heldur era það enn í dag
þó svo að nú getum við sagt að muninum sé stýrt á annan hátt. Sú
gaumgæfni sem krafist er, er þannig tvíþætt og tekur bæði til innihalds
textans, í þessu tilviki texta Páls, og til huglægni nútímans hjá þeim sem
útleggur hann. Sé ekki orðið við kröfunni, er hvort tveggja hulið, hið
karllæga og hið feðrahverfa í textanum og útleggingu hans og því meir sem
talað er með almennum hætti um hið mennska á þessum granni, því meiri
mun mismununin verða í veraleikanum sem leiðir til undirokunar, —
félagslega, stjómmálalega og kynferðislega.
Þetta er ástæða þess, að stórir hlutar kvennaguðfræðinnar hafa helgað sig
túlkunarfræði sem vísindakenningu og aðferðafræðilegri umræðu á
heimspekilegum og mannfræðilegum grunni með hliðsjón af kynferði, eins
og aðrar kvennarannsóknir gerðu allan 9. áratuginn. Markmiðið hefur verið
að huglægnin yrði meðvituð og að hún endurspeglaðist skýrt aðferða-
fræðilega, án þess að rýma þannig aðeins fyrir sjálfdæmis-hyggjunni. Það er
jú augljóst í þessu efni að mikil hætta er á því, að nú verði stokkið jafnfætis
beint úr öskunni í eldinn, þ.e. frá hlutlægni til huglægni og samkvæmt því
verði áhuginn á sérleik kvenna, gerður að markmiði í sjálfu sér, sem
mótvægi við feðrahverfa hefð guðfræðinnar og kannski beinlínis sem
nauðsynlegt mótefni við karllægri útleggingu tilverunnar sem allt til þessa
hefur verið sú eina er tekin hefur verið gild. Annars vegar er aðeins unnt að
iðka kvennaguðfræði af einum saman huglægum áhuga sem á sér rót í
lífsvanda kvenna og láta sig, af þeim sökum, varða lífskjör kvenna með
sérstökum hætti. Hins vegar má ekki gera sérleik kvenna að markmiði í
sjálfu sér því það felur í sér huglægni sem verður sjálfhverf og leitar
einungis staðfestingar á sjálfri sér. Jafn nauðsynlegt sem það er, að
huglægni kvenna fái nú rými og tóm til hvors tveggja, útleggingar á lífinu
og lesturs texta, jafn nauðsynlegt er, að það gerist með túlkunar- og
aðferðafræðilega gaumgefnum hætti.
45