Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 96
Kristján Búason
reglum setningafræðinnar, þ. e. raðkvæmra venzla, en notar jafnframt
reglur um samsvarandi orð og hugtök, þ. e. um staðkvæm venzl.61
Loks skal getið tilraunar Jakobsons til að ákvarða hlutverk skáldskap-
arlistarinnar gagnvart öðmm hlutverkum tungumálsins. Hann spyr, hvað
það sé, sem geri tjáningu í orðum að list. Hann útfærir þríhyming Karls
Biihlers62 (1879-1963) yfir þrjú hlutverk máls í tjáskiptakringumstæðum,
þ. e. tjáningu sendandans (e. emotive function) t. d. upphrópanir, það sem
gert er til að ná eyrum viðtakandans (e. conative function), t. d. ávarp í
ávarpsfalli eða boðhætti, og tilvísun til annars (e. referential function),
persónu eða hlutar. Aðilar þessara tjáskipta em þessir: sá, sem talar (e.
addresser), viðmælandinn (e. addressee) og sá eða það, sem talað er um
(e. context). Þetta tjáskiptalíkan útfærir Jakobson þannig, að hann bætir
við skilaboðum (e. message), sambandi (e. contact) og merkjakerfi (e.
code), sem er sameiginlegt sendanda og viðtakanda (2. mynd):
Samhengið
Sendandi... Boð ... Viðtakandi
Samband
Merkjakerfi
2. mynd.
Sambandinu samsvarar staðfestingarhlutverk (e. contact eða phatic
function), þ. e. hlutverkið, sem á að tryggja að sambandið við viðtak-
andann virki. Sem dæmi má nefna „Halló!“ eða „Heyrir þú til mín?“ í
símtali. Merkjakerfinu samsvarar yfirmállegt hlutverk (e. metalinguistic
function), þar sem aðilar tjáskiptanna tjá sig um það, sem þeir eða aðrir
segja og ganga úr skugga um, að merkjakerfið sé hið sama. Sem dæmi má
nefna spuminguna: „Skiljið þér, hvað eg er að segja?“ Hér setur Jakobson
einnig útskýringar á heitum og hugtökiun eða þar sem eitt heiti er sett í
stað annars. Og að lokum, skilaboðunum samsvarar skáldskaparhlutverkið
(e. poetic function), sem tengist tákninu sjálfu, þ. e. hveming skilaboðin
era orðuð. Athyglin beinist að skilaboðunum vegna þeirra sjálfra. Eitt
hlutverkanna er ávallt ríkjandi. í skáldskap (e. poetic art) er
61 Sjá Jakobson, R., Two Aspects of Language í Jakobson, Roman, Selected Writings
II. Bls. 254-259. Hluta þessarar ritgerðar, kafla II „The twofold character of
language,“ bls. 241-244, og kafla V, „The metaphoric and metonymic poles,“ bls.
254-259, hafa Kristín Birgisdóttir og Nanna Bjarnadóttir þýtt á íslenzku. Sjá
Jakobson, R., Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti, í Spor í
bókmenntafrceði 20 aldar. Frá Shklovskíj til Foucault (Ritstjórn: Garðar
Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir) [Fræðirit Bókmennta-
stofnunar Háskóla íslands nr. 7]. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla
íslands 1991. bls. 81-92.
62 Sjá Biihler, Karl, Die Axiomatik der Sprachwissenschaften. Einleitung und
Kommentar von Elisabeth Ströker [Quellen der Philosophie. Texte und Probleme.
Herausgegeben von Rudolph Berlinge. Band 10]. Frankfurt am Main: Vittorio
Klostermann 1969, bls 94-117. Þessi ritgerð birtist fyrst í Kant-Studien, Bd. 38,
1933.
94