Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 186
Þórir Kr. Þórðarson
Hertzberg telur upphaf 15. kaflans tengjast hinum ellefta, en Eissfeldt,
sem byggir á heimildakenningu, tengir upphafið við 12. kapítulann.7 En
erfitt er, ef ekki ókleift, að átta sig á hinni landfræðilegu stöðu. Samúel er
vart í Gilgal er hann móttekur guðmælið þar sem hann fer til Gilgal í
15:12, en bæði í 11. og í 12. kafla er sviðið Gilgal.
En þetta skiptir ekki höfuðmáli. Myndimar sem kapítulinn dregur upp
em ljósar: Er Samúel hefur fengið boðin frá Guði og verið á bæn um
nóttina fer hann að hitta Sál, og fundur þeirra fer auðvitað fram í Gilgal.
(Hér sleppi ég minningarmerkinu eða súlunni í Syðra Karmel, og þar
kemur einnig fyrir textavandamál sem að vísu snerta ekki túlkun textans.)
,JZnter“ Samúel
Nú er bmgðið upp dramatískri mynd. Sviðið er Gilgal. Dramatis
personae em Samúel og Sál, og síðar Agag. En aðalpersónan er hvergi á
sviðinu og þó alls staðar, þ.e. Yahweh sjálfur.
Dramað hefst á því að Samúel gengur inn á sviðið. Enter Samúel, eins
og standa myndi hjá Shakespeare. Samúel birtist og Sál gengur á móti
honum. Það verkur athygli lesandans að Sál virðist glaður í bragði. Hann
heilsar Samúel að siðvenju: barúk ata leyahweh, blessaður sért þú af
Yahweh. Og bætir síðan við: Ég hefi haldið orð Drottins, þ.e.a.s. ég hefi
framkvæmt boð hans.
Þetta sjálfsömgga svar stendur í himinhrópandi andstöðu við guðmælið
sem Samúel hafði fengið um nóttina, en um það er Sál ókunnugt með öllu.
Hér em einmitt notuð sömu orð í jákvæðri merkingu og þar em í
neikvæðri merkingu sem ástæða fordæmingar Sáls. Sál segir: hakímótí et
devar yahweh, ég hefi haldið á loft, haft í heiðri orð Yahweh, þ.e. boð
hans. En í guðmælinu mælti Yahweh einmitt til Samúels þessum orðum:
„Hann hefur ekki haldið orð mín."
Sál er vitaskuld ókunnugt um það sem gerst hafði um nóttina, en
lesandinn veit og stendur ógn af þessari andstæðu.
„The Moment of Truthu
En nú dynur ógæfan yfir Sál, sú hin sama og skollið hafði á Samúel þar
um nóttina. Sál fær að vita sannleikann beint af vömm Samúels („from
the horse's mouth”). Ef þú hefur haldið boðin\,Jivaða sauðajarmur er það
þá sem ómar í eyru mér, hvaða nautaöskur er það sem ég heyri?“
Orðasennan
Og nú hefst sterkur leikur sem heldur áheyranda og lesanda föngnum,
samtalið milli Samúels og Sáls, eða ætti ég kannski að segja orðasennan og
þráttanin milli þeirra, þar sem Samúel kemur upp um Sál og ákærir hann,
en Sál ver sig með sívaxandi ákefð þar til hápunkti er náð. Lesandinn veit
hvemig þessu lyktar en fylgist með af óttablandinni innlifun, hver verði
endalok þessa skelfílega leiks.
7 Hertzberg, ív. rit, s. 95.
184