Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 201
Gunnar Kristjánsson
MENN Á MÆRUM
Sigurður Ámi Þórðarson:
Liminality in Icelandic Religious Tradition.
Doktorsritgerð lögð fram við Vanderbiltháskóla,
Nashville, Tennessee í Bandaríkjunum í ágúst 1989.
Viðfangsefni doktorsritgerðar Sigurðar Áma Þórðarsonar er skilgreining
á íslenskri trúarhefð með það í huga að móta guðfræði í samtímanum út
frá sömu hefð. Því fer víðs fjarri að höfundur hafi valið sér þægilegt
efni. Það er yfirgripsmikið og fmmlegt og býsna gagnlegt fyrir íslenska
menningarrannsókn og íslenska guðfræði. Höfundur segir réttilega að
„þörf á skilgreiningu íslenskrar trúarhefðar sé löngu orðin tímabær” (bls.
171). Hann spyr í upphafi þeirrar spumingar hvort íslensk menning megi
kallast mæramenning (limitculture, bls. 2), hvort reynsla og tungutak sem
beri merki um aðþrengingu eða takmarkanir megi teljast einkenni á
íslenskri menningu og trúarhefð frá fyrstu tíð til þessa dags. Þannig
spumingum vill hann fá svarað; ekki aðeins til þess að skilgreina íslenska
trúarhefð, heldur sem framlag tl skilgreiningar á íslenskri menningarhefð
í víðtækasta skilningi (bls. 2).
í upphafskafla reifar höfundur hugmyndir Cliffords Geertz sem lítur
svo á að manneskjan sé öðm fremur merkingarleitandi vera (a meaning-
seeking being, bls. 5). Hér em áhugaverðar hugmyndir á ferðinni. Geertz
telur að manneskjan sé sífellt, hvar í heiminum sem hún er, að búa sér til
merkingarkerfi sem myndi gmnninn að menningu samfélagsins hvert sem
það er og hvar sem það er. Þessi merkingarkerfi birtist í táknmyndum
sem ráða þarf í til þess að skilgreina menningu viðkomandi samfélags. Til
viðbótar þessu kynnir höfundur til sögunnar hugmyndir Davids Tracy um
fjölhyggju í nútímaguðfræði sem hann telur bera vimi um niðurbrot
margra viðtekinna merkingarkerfa í trúarhefðum (10). Það sem menn
eiga sameiginlegt í leit að nýju merkingarkerfi er að mati höfundar
hugsanlega myndhverfingin (metaphor) mæri (limit, bls. 11).
Sigurður Ami Þórðarsón gengur síðan útfrá þessu í ritgerðinni.
Rannsóknaraðferðin byggist á athugun á nokkmm mikilvægum ritverkum
í íslenskri trúarhefð eftir siðbót. í þeirri rannsókn beitir höfundur
túlkunarfræði þeirri sem Paul Ricoeur hefur þróað. Hann varpar fram
þeirri hugmynd að íslensk trúarhefð einkennist einmitt af vitund um mæri
(limit-tradition, bls. 17): dauði, endanleiki, hverfulleiki, hégómi þess að
tryggja eigin tilvist, hjálparleysi o.s.frv. (bls. 18).
Þennan merkingarvef rannsakar hann með aðferðum túlkunar-
fræðinnar. Og verkin sem hann tekur fyrir em Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar, Vídalínspostilla, verk dr. Jóns Helgasonar og Haralds Níels-
199