Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 206
Gunnar Kristjánsson
Samskipti Guðs og manna. Um það fjallar lokaþátturinn í umfjöllun
Sigurðar Áma um Postilluna. Hér haldast í hendur trúin á Guð og
þjónustan við náungann. Þetta tvennt verður ekki skilið að í postillimni.
Hvers konar ávirðingar mannsins sem taldar em upp í postillunni em
túlkaðar sem móðgun við Guð og synd gegn honum. Maðurinn verður að
þjóna Guði með því að þjóna náunganum og það gerir hann með öllu sem
í hans valdi stendur, með líkama og sál: vömnum, skynseminni, eigum
sínum, fótunum, höndunum, augunum, eymm sínum o.s.frv. Trúföst
þjónusta við konunginn felst í því að vera heill hið innra en iðrast verði
manni á (sundurkramið hjarta er hugtak sem Vídalín er mjög að skapi.)
Þjónustan skiptist í þrennt að mati Sigurðar Áma: 1) Guð er strangur
og kröfuharður, ekki er nóg að óttast Guð, líka þarf að hugleiða
föðurlega mildi hans. Sjá prédikun á hreinsunardegi Maríu (bls. 186f):
„Óttinn dugir oss til þess að reka syndarann til Guðs, þegar hann
hugleiðir það, að hann hafi hans reiði forþénað, en íhugan Guðs
föðurlegrar gæsku, hans speki, hans þolinmæði, uppvekur elskuna í
mannsins hjarta, sem lætur oss verða eitt með Guði og kveikir soddan
unaðssemd í vorri sál, að menn forsmá alla hluti jafnvel hjá krossi
drottins eins og st. Páll, svo ég má segja, að óttinn er faðir guðhræðsl-
unnar en elskan til hans er móðir að henni. Óttinn getur hana í fyrstunni,
því segja guðlausir menn, að óttinn hafi guðina gjört. En elskan tekur við
henni, elur hana og nærir í hjarta mannsins, á meðan hún er ekki
fullburða, eins og ein móðir sitt fóstur, þar til hún kemur í ljós og
auglýsir sig í góðum verkum.”
Þegar umfjölluninni um Vídalínspostillu sleppir snýr höfundur sér að
nýguðfræðiimi og rekur allítarlega aðdraganda hennar. Þar heldur hann
því fram að það hafi verið Pjetur Pjetursson biskup sem teljast megi
milliliður milli hefðbundinnar guðfræði eins og hún birtist í verkum
þeirra Hallgríms og Vídalíns og nýguðfræðinnar. Eitt meginhugtakið í
guðfræði Pjeturs er þroskahugtakið (progress). Guð er ímynd stað-
festunnar. Heldur er dregið úr konungsímyndinni frá því sem áður var en
föðurímyndin er orðin sterkari og oftast talar Pjetur um föður miskunn-
semdanna. Tvíhyggja er áberandi: annars vegar Guð hins vegar heimur-
inn. Maðurinn þarf að brúa bilið milli sjálfs sín og Guðs, það gerir hann
m.a. með góðverkum og Sigurður Ámi bendir á það hvemig Pjetur lítur
á góðverkin út frá eiginhagsmunasjónarmiði. Einstaklingshyggja er
ríkjandi í guðfræði hans.
Höfundur rekur í stuttu máli en skilmerkilegu skoðanir þeirra séra
Matthíasar Jochumssonar og séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ og
sýnir fram á að þar sé fyrst að finna greinileg merki þess að nýguðfræðin
hafi fundið leið hingað til lands.
En meginrannsókn höfundar þetta tímabil fjallar um verk þeirra dr.
Jóns Helgasonar og Haralds Níelssonar. Guðfræði hjartans nefnir
höfundur kaflann um Jón Helgason. í guðfræði hans er hjartanu og
skynseminni stillt upp sem andstæðum (bls. 212). Það sem mestu máli
204