Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 106
Kristján Búason
Gagnvart Propp gerir hann ekki grein fyrir hinu hefðbundna, fasta.
Andstætt Lévi-Strauss liggur áherzla Bremonds á raðkvæmninni, lárétta
ásnum. Þar í liggur styrkur hans og veikleiki. Veikleiki af því að spennan
kemur ekki eins fram.92
Búlgarinn Tzvetan Todorov (f. 1939), sem hefur lengi starfað í
Frakklandi, vildi einnig útbúa líkan af frásögum, en gekk ekki út frá
Propp, heldur málvísindunum, sem gerðu ráð fyrir almennu mynztri að
baki tungumálunum, sbr. Noam Chomsky síðar. Todorov telur, að slíkt
kerfi hljóti að liggja að baki merkingakerfum eins og frásögum.
Frásögur má smætta í endursögn, sem samanstendur af setningmn, sem
hvfla á tveimur grundvallandi hlutverkum máls, að nefna og lýsa.
Nafngiftin tengist aðhafendum, en lýsingin tileinkar aðhafandanum
umsögn, sem er annað hvort lýsandi (lo.) eða gerandi (so.). Frásagan
hreyfist frá einu lýstu ástandi til annars fyrir tilstilli athafna. Þá aðgreinir
Todorov ólíka hætti frásagnar auk beinnar frásögu (þ. e. fram-
söguháttur), þ. e. viljahætti og skilyrta hœtti:
1. Viljahættir eru tveir, annars vegar óskháttur (da. optativ), sem
tjáir ósk einstaklingsins, og hins vegar skylduháttur (da. obligativ),
sem tjáir óskir og lög samfélagsins.
2. Skilyrtir hættir eru tveir, annars vegar skilyrtur háttur
einstaklings (da. conditionalis), sem tjáir loforð hans eða viðvömn
(þ. e. „Ef tilteknum skilyrðum er fullnægt, þá mun ég...“), og hins
vegar umsegjandi háttur (da. prædikativ), sem tjáir almennt
viðtekið, sennilegt (þ. e. „Ef tilteknum málum er þannig háttað, þá
mun fara þannig...“).93
Afgerandi framlag Todorovs var að aðgreina sögu eða innihald frásagnar
(e. story) og framsetningu (e. discourse). Sagan (e. story) er atvik í
náttúrulegri röð, atburðir og athafnir, en framsetningin er frásagnar-
hátturinn. Hingað til hafði frásagnafræðin (e. narratology) fyrst og fremst
fengizt við söguna eða innihaldið. Todorov beitti bæði líkani Bremonds
og Lévi-Strauss á tiltekinn texta og komst að eftirfarandi niðurstöðu:
1. Röð atriða í frásögu er ekki tilviljun.
2. Niðurstöður líkananna eru ólíkar og vekja spumingar: Em
formgerðimar fleiri en ein eða em vissir óvissuþættir í grein-
ingaraðferðunum? Varast ber að fylgja einhliða einni greiningar-
aðferð.
3. Báðar aðferðir gera grein fyrir venzlum athafna, ekki persóna.
92 Sjá Hallback, bls. 68-75.
93 Sjá m. a. Todorov, T„ Structural Analysis of Narrative í Davis, Robert Con,
Contemporary Literary Criticism. Bls. 323-329.
104