Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 46
Lone Fatum
og lætur því málefhi lífsins og einstaklingsbundin lífskjör til sín taka. Annað
atriðið er það, hve kvennarannsóknir og þar 'með kvennaguðfræðin hafa
verið háðar kvennahreyfingunni og þeirri vitundarvakningu kvenna sem
beinist að stjómmálum. Loks er þriðja atriðið, kyn sem útleggingarvídd er
fylgir allri tilvem og verður þess vegna óhjákvæmilega að endurspeglast og
verða meðvituð í allri þeirri guðfræði sem óskar að útleggja tilvemna fyrir
þá sem hún snertir.
Huglægni í útleggingunni
Stómm hluta þeirrar kvennaguðfræði sem hefur mtt sér til rúms á 8.
áratugnum og hluta þess 9. má líkja við guðfræði stjómmála og ekki síst við
frelsunarguðfræði. Þessar stefnur eiga það sameiginlegt að hafa gert upp við
óhlutstæða menntastefnu; við akademískt dálæti á að alhæfa um tilveruna;
manninn og mennskuna án skírskotunar til skilyrða sögunnar, og við hug-
myndina um hlutlæg sannindi er varði annars vegar hinn synduga og hins
vegar eilífa umvöndun Guðs orðs. Sú staðhæfing sem tengir kvenna-
guðfræði við guðfræði stjómmála og frelsunarguðfræði er, að það sem
mennskt má telja er ekki til í óhlutstæðri, algildri mynd, heldur er hver
mannvera ávallt sérstök mannvera mitt í sérstakri lífssögu. Það þýðir að
hvorki synd né fyrirgefningu verður lýst óháð ýmsum ákveðnum lífskjömm.
En þetta felur jafnframt í sér, að þau gildi sem eiga sér athvarf í hverju
guðshugtaki, þurfa að endurspeglast og birtast í samræmi við sögulega
skilyrt samhengi reynslunnar. Það er þetta sem gerir þær kröfur til túlkand-
ans að hann eigi sér sess í útleggingu sinni og sé þannig sjálfum sér kunnur í
eigin huglægni.
Það er alveg jafn mikill skollaleikur að vilja iðka óhlutbundna, alhæfandi
guðfræði og að vilja vera hlutlægur og óhlutdrægur guðfræðingur sem lætur
í veðri vaka, að hann fáist við að tjá eilíf sannindi með algildum hætti.
Hlutlæg og óhlutdræg útlegging er ekki til og þess vegna em hlutlægir
túlkendur eða óhlutdrægir í verðmætamati ekki heldur til. Samhengið er
þetta, að huglægur áhugi fyrir hverju túlkunarverkefni verður því skaðlegri
sem huglægninni er betur leynt undir hulu yfirskinshlutlægni og svoneíhds
vísindalegs hlutleysis.
Að því marki sem sérhver útlegging er huglægt bundin við túlkandann,
að sama marki er hún til jafns bundin við einstaklingsbundnar forsendur
túlkandans í ákveðnu samhengi reynslunnar. Útleggingin tekur svip af
ýmsum gildishugtökum og viðmiðunum og takmarkast af ýmsum myndum
vitundarinnar í menningu og umhverfi. í stuttu máli, þá er sérhver útlegging
skilyrt af þeim reynsluheimi sem hún hefur orðið til í. Það þýðir að
lífstúlkun karls er skilyrt af reynsluheimi karls. Sé túlkunin sett fram af karli
með ákveðinn húðlit, á ákveðnu menntunarstigi, á forsendum tiltekinna
menningarlegra tengsla og umhverfisáhrifa, mun allt þetta verða að finna í
túlkuninni sem ákvarðandi grundvallarforsendur hennar.
Sú útlegging sem enn ræður ríkjum í guðfræðilegri hefð og ritskýringu er
kynblind og endurspeglar ekki þessar grundvallarforsendur. Þess vegna hafa
44