Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 36
Bjami Sigurðsson
þeirra er skýrt og sundur greint. Ýmist eru Fræðin þá prentuð fremst eða
jafnharðan, eftir því sem hver grein þeirra um sig er skýrð. Stundum eru
Fræðin ekki prentuð, heldur lögð til grundvallar. Oft er efnið fram reitt
svo, að skiptast á spumingar og svör við þeim, og er því talað um
bamaspumingar, að ganga til spuminga og spumingaböm, spumingakver
o.s.frv.
Vissulega hlýtur að vera ærið hnýsilegt að skoða kverin og kynnast
þeim dálítið, þessum bókum, sem þjóðin lærði spjaldanna á milli í 300 ár
og hafa að líkindum mótað hugsunarhátt fólksins meir en flest eða öll
önnur rit. Það er næstum hægt enn þann dag í dag að greina þessi orð í
gegnum nið aldanna: „Það stendur í kverinu.“ Spumingakverin vom
framan af ekki aðeins ætluð bömum, heldur og fulltíða fólki.
Su rietta Confirmatio
í ritinu brýnir biskup fyrir mönnum nauðsyn fermingar, en hina riettu
confirmatio geta menn fyrst hlotið, er þeir hafa fengið tilhlýðilega
fræðslu, en kirkjuskipan Kristjáns III. leggur ríka áherzlu á fræðsluna.
Auk þess sem fermingu er lýst í ritinu, er lesandanum látin í té
nauðsynleg trúfræðsla.
Fræðin, (Catechismus), vom prentuð á Hólum 1599 í svo nefndri
Leikmanna Biblíu í þýðingu Guðbrands, „samsettur og aukinn með
stuttum, einföldum spumingum og andsvömm fyrir ungmenni og einfalt
almúgafólk.“
Biblia Parva eður almennilegur Catechismus með sjálfum
ritningarinnar orðum stuttlega úrlagður úr latínu máli á norrænu af
Arngrími Jónssyni var tvívegis prentuð á Hólum, 1596 og 1622. Þessi
trúfræðslubók er eftir Lúter og skiptist í 123 greinar, spumingar og
svör. Hér er 29. grein valin af handa hófi: „Því nefnist guðs sonur Jesús
eða frelsari? Því hann frelsar oss af öllum vomm syndum og enginn kann
sér lausnar né sáluhjálpar annarstaðar leita og ei kann hún annarstaðar en
hjá honum að finnast.“
Gísli Þorláksson biskup á Hólum, (1657-1684), þýddi rit eftir Lúter,
sem kom út á Hólum 1677, ,JBxamen catecheticum, það er stuttar og
einfaldar spumingar út af þeim litla Catechismo Luteri, hvar til að
leggjast nokkrar góðar og nauðsynlegar bænir fyrir ungdóminn út af
þeim tíu guðs boðorðum og öðmm Catechismi pörtum.“ I formála segir
biskup, að Fræði Lúters sé sú bók, sem gangi næst heilagri ritningu að
virðingu, því að sú bók „innibindur í sér allt það, sem oss er nauðsynlegt
að vita til sáluhjálparinnar.“ Bókinni lýkur með 5 sálum „yfir fimm parta
Catechismi“. Hefir Jón Einarsson ort þá ásamt 6. sálminum, sem er
iðmnarsálmur.
Ekki þarf neinum að koma á óvart, að Jón Vídalín Skálholtsbiskup
1698-1720 lét fræðslu barna til sín taka og setti saman
bamaspumingakver. Stutt og einföld undirvísun um kristindóminn heitir
það. Kom það út þrívegis, raunar ekki fyrr en eftir dauða biskups, fyrst
prentað í Kaupmannahöíh 1729, en kom út seinast 1748. Biskup tekur sér
34