Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 60
Gunnar Kristjánsson
á tímum telja menn það hins vegar of loðið til þess að nýtast sem
áætlunarhugtak eða vera stefnumótandi í nýrri siðbót innan kirkjunnar.5
En gagnsemi þess er á öðm sviði.
Þjóðkirkjan á íslandi er nánast án hliðstæðna í kirkjulífi heimsins.
Vafasamt er að nokkur kirkja eigi svipuð ítök í einni þjóð. En þessi ítök
þarf að skilgreina nánar. Verður fyrst litið til sögunnar og þróunar
kirkjuskilningsins í lútherskri guðfræði, þá verður litið á kirkjuhugtak
tveggja áhrifamestu lútherskra guðfræðinga þessarar aldar og loks verður
íslenska þjóðkirkjan skoðuð með hliðsjón af því sem nefnt hefur verið.
A. Sögulegt yfirlit.
Skilningur siðbótarmanna
Lítum fyrst til sögunnar. Til þess að skilgreina þjóðkirkjuna er sjálfsögð
aðferð að rekja sögu þess kirkjuskilnings sem hefur mótað lútherskar
þjóðkirkjur í tímans rás.
Þegar mótmælendakirkjur leita sjálfsskilnings síns þá leita þær einkum
á vit tveggja uppspretta. Annars vegar er fmmkirkjan en hins vegar
siðbótin. Þriðja atriðið sem mótar kirkjuskilning mótmælenda er
samtíminn. Það atriði er ekkert aukaatriði þegar þess er gætt að kirkjan á
erindi við manninn eins og hann er á hverjum tíma.
Siðbótarmenn leituðu á vit biblíulegra heimilda til þess að móta
kirkjuskilning sinn í stað þess að styðjast algjörlega við kirkjulega hefð.
Þar em einkum tvö hugtök sem máli skipta, í fyrsta lagi hugtakið „lýður
Guðs” úr Gamla testamentinu, þar liggur til gmndvallar hebreska orðið
kahal sem merkir hópur manna sem kallaður er til ákveðins verkefnis eða
hlutverks, þetta er orð úr veraldlegu lífi og merkir t.d. kjömir fulltrúar
(eða samfélag frjálsra borgara) til þess að sinna ákveðnu starfi. í þýðingu
Septuagintu verður þetta ecclesia sem er sömu merkingar. Þetta hugtak
tók fmmkirkjan í sína þágu til að undirstrika að hún telur sig arftaka
ísraels sem útvalinnar þjóðar Guðs, hún er hinn nýi ísrael. Hún er sem
sagt kölluð til ákveðins hlutverks. En í öðm lagi studdust siðbótarmenn
við hugtakið „líkami Krists” úr Pálsguðfræðinni. Það skírskotar einkum
til einingarinnar, það er aðeins til ein kirkja og sú kirkja er „líkami
Krists”. Þá höfðu siðbótarmenn sterka vitund um söfnuðinn sem samfélag
er hefði hina síðustu tíma í augsýn (eskatólógískt samfélag), samfélag
vonarinnar um endurkomu Krists, þ.e.a.s. samfélag sem horfir fram á
við.
Miðaldakirkjan er skilgreind í páfabréfinu Unam sanctam (1302), þar
sem hin jarðneska og himneska kirkja em eitt: Hin ósýnilega kirkja
trúarinnar er að fullu til staðar í þeirri kirkju sem er sýnileg og
áþreifanleg.6 Hún var í senn jarðnesk og himnesk stofnun.
Þessu hafnar Lúther. í staðinn endumýjar hann hina ágústínsku hefð í
kirkjuskilningi þar sem áhersla er lögð á ósýnileika hinna sönnu kirkju,
5. Sama rit, bls. 171.
6 Rössler, bls. 242.
58