Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 62
Gunnar Kristjánsson
og meðtaka það, hann safnast saman um hinn nálæga Krist (Christus
praesens).10 í Apologíunni leggur Philip Melanchton, nánasti
samstarfsmaður Lúthers, sérstaka áherslu á það að kirkjan sé ekki civitas
platonica, þ.e.a.s. segja andlegur veruleiki heldur einmitt þvert á móti
samfélag þeirra sem trúa.* 11
Að skilningi Lúthers er kirkjan ekki af þessum heimi í sínu innsta eðli
þótt hún sé samfélag manna; hann talar ekki um kirkju reynslunnar sem
ásjónu Krists í heiminum heldur notaði hann eitt sinn hugtakið bersyndug
kona til þess að lýsa kirkjunni og oft greip hann til þess að líkja henni við
fátæka og umkomulausa þjónustustúlku sem reynir að gera sitt besta.
Kirkjan er - eins og hinn réttlætti maður - í senn réttlætt og syndug
(„simul justa et peccatrix”) eða heilög en í brýnni þörf fyrir hreinsun.12
Með siðbót sinni braut Lúther niður rómversk-kaþólsku stórkirkjuna;
latneska messan var ekki lengur eina samræmda form kirkjunnar. Allt
skyldi brotið niður í frumeiningu sína, söfnuðinn. En þegar frá leið varð
þó til lútherska stórkirkjan eða lútherska þjóðkirkjan. Þess ber að gæta að
Lúther mun varla hafa komið til hugar að til væri fólk sem ekki var í
kirkjunni. Kirkjan var gefin stærð í þjóðfélagi hans tíma. En samt fer það
ekki milli mála að sú tvíþætting, sem við munum nú huga að, á sér rætur í
guðfræði Lúthers. Hann gerði sér vel grein fyrir því og ekki síður
Melanchton að menn voru misjafnlega krismir. Sumir voru hræsnarar og
í kirkjunni var ekki aðeins Krist að finna heldur jafnvel líka Antikrist. I
kirkjunni var hópur manna sem var í sannleika kristinn, kirkja
eldhuganna. Lúther varði hins vegar hina einu kirkju, hann varðist að því
leyti kirkjuskilningi sveimhuganna (svermeranna) sem vildu hreinan
söfnuð. A hinn bóginn varðist hann einnig kirkjuskilningi rómversku
kirkjunnar sem þegar hefur verið vikið að.13
Þróunin eftir daga Lúthers
Vandinn sem felst í því að tala um eina kirkju með misjafnlega vel kristnu
fólki varð greinilega sívaxandi vandi í lúthersku kirkjunni. í kenningum
elstu lúthersku skólaspekinnar (réttrúnaðarins, orþódoxíunnar) segir:
„Kirkjan er ein og um leið ber að skoða hana frá tveim sjónarhomum.
Sem ecclesia stricte dicta (þ.e.a.s. hin þrönga kirkja) er hún ósýnilegt
samfélag heilagra og sem ecclesia late dicta (þ.e.a.s. hin breiða kirkja) er
hún sýnileg stofnun til þess að útdeila náðarmeðulunum.”14
10. Sama rit, bls. 30.
11. Horst Pöhlmann (útg), Unser Glaube, Gutersloh 1987, 2. útg. bls. 251.
12. Karlheinz Stoll: "Kirche darf niemals sich selbst dienen." Lutherische Monatshefte
1/1989, bls. 33-39. Rössler, bls. 243.
13. Paul Tillich segir að veikasti hlekkurinn í guðfræði Lúthers hafi verið
kirkjuskilningur hans. Þó finnst honum gagnleg skipting Lúthers í sýnilega og
ósýnilega kirkju um leið og Lúther varar við því að reyna að búa til hreinan söfnuð
(eins og ýmsar hreyfingar siðbótaru'mans gerðu). Þá finnst Tillich það mikilvægt
fyrir síðari tíma þróun að Lúther hafi valið "the ecclesiastical type of church in
contrast to the sectarian type of the evangelical radicals." Paul Tillich: A History of
Christian Thought, London 1968, bls. 252.
14 Rössler, bls. 249.
60