Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 62

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 62
Gunnar Kristjánsson og meðtaka það, hann safnast saman um hinn nálæga Krist (Christus praesens).10 í Apologíunni leggur Philip Melanchton, nánasti samstarfsmaður Lúthers, sérstaka áherslu á það að kirkjan sé ekki civitas platonica, þ.e.a.s. segja andlegur veruleiki heldur einmitt þvert á móti samfélag þeirra sem trúa.* 11 Að skilningi Lúthers er kirkjan ekki af þessum heimi í sínu innsta eðli þótt hún sé samfélag manna; hann talar ekki um kirkju reynslunnar sem ásjónu Krists í heiminum heldur notaði hann eitt sinn hugtakið bersyndug kona til þess að lýsa kirkjunni og oft greip hann til þess að líkja henni við fátæka og umkomulausa þjónustustúlku sem reynir að gera sitt besta. Kirkjan er - eins og hinn réttlætti maður - í senn réttlætt og syndug („simul justa et peccatrix”) eða heilög en í brýnni þörf fyrir hreinsun.12 Með siðbót sinni braut Lúther niður rómversk-kaþólsku stórkirkjuna; latneska messan var ekki lengur eina samræmda form kirkjunnar. Allt skyldi brotið niður í frumeiningu sína, söfnuðinn. En þegar frá leið varð þó til lútherska stórkirkjan eða lútherska þjóðkirkjan. Þess ber að gæta að Lúther mun varla hafa komið til hugar að til væri fólk sem ekki var í kirkjunni. Kirkjan var gefin stærð í þjóðfélagi hans tíma. En samt fer það ekki milli mála að sú tvíþætting, sem við munum nú huga að, á sér rætur í guðfræði Lúthers. Hann gerði sér vel grein fyrir því og ekki síður Melanchton að menn voru misjafnlega krismir. Sumir voru hræsnarar og í kirkjunni var ekki aðeins Krist að finna heldur jafnvel líka Antikrist. I kirkjunni var hópur manna sem var í sannleika kristinn, kirkja eldhuganna. Lúther varði hins vegar hina einu kirkju, hann varðist að því leyti kirkjuskilningi sveimhuganna (svermeranna) sem vildu hreinan söfnuð. A hinn bóginn varðist hann einnig kirkjuskilningi rómversku kirkjunnar sem þegar hefur verið vikið að.13 Þróunin eftir daga Lúthers Vandinn sem felst í því að tala um eina kirkju með misjafnlega vel kristnu fólki varð greinilega sívaxandi vandi í lúthersku kirkjunni. í kenningum elstu lúthersku skólaspekinnar (réttrúnaðarins, orþódoxíunnar) segir: „Kirkjan er ein og um leið ber að skoða hana frá tveim sjónarhomum. Sem ecclesia stricte dicta (þ.e.a.s. hin þrönga kirkja) er hún ósýnilegt samfélag heilagra og sem ecclesia late dicta (þ.e.a.s. hin breiða kirkja) er hún sýnileg stofnun til þess að útdeila náðarmeðulunum.”14 10. Sama rit, bls. 30. 11. Horst Pöhlmann (útg), Unser Glaube, Gutersloh 1987, 2. útg. bls. 251. 12. Karlheinz Stoll: "Kirche darf niemals sich selbst dienen." Lutherische Monatshefte 1/1989, bls. 33-39. Rössler, bls. 243. 13. Paul Tillich segir að veikasti hlekkurinn í guðfræði Lúthers hafi verið kirkjuskilningur hans. Þó finnst honum gagnleg skipting Lúthers í sýnilega og ósýnilega kirkju um leið og Lúther varar við því að reyna að búa til hreinan söfnuð (eins og ýmsar hreyfingar siðbótaru'mans gerðu). Þá finnst Tillich það mikilvægt fyrir síðari tíma þróun að Lúther hafi valið "the ecclesiastical type of church in contrast to the sectarian type of the evangelical radicals." Paul Tillich: A History of Christian Thought, London 1968, bls. 252. 14 Rössler, bls. 249. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.