Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 116
Kristján Búason
hugtaka, eru framsettar í mannamyndum (fr. anthropomorph), en í því
felst, að þær eru eignaðar gerendum. Aðgerðir djúpmálfræðinnar verða
gjörðir. Hér er gerður greinarmunur á atferlisstaðhœfingum o g
einkennandi staðhœfingum, en hinar síðamefndu segja, hvað gerandi
hefur eða er. Þessar staðhæfingar em lýsandi. Enn eru ótaldar
háttarstaðhœfingar, þ. e. staðhæfingar, sem tjá vilja til athafna, og
þekkingu eða getu, sem er forsenda framkvæmda.
Gjörðir, sem felast í umbreytingu á stigi djúpmálfræðinnar, birtast á
yfirborðinu sem raðtengd keðja, sem kallast framkvæmd (Þ. Per-
formanz). Hún felst í árekstri (þ. Konfrontation) milli tveggja gagnstæðra
athafnavilja, S1 gagnvart S2. Yfírhönd annars (þ. Herrschaft) viljans næst
með neitun hins, t. d. S1 »> —Sl. Loks næst tileinkun verðmætis, —S1
»> S2.
Þetta mætti úr sjónarhomi fmmlagsins kalla setningarfræði aðgerð-
anna. En úr sjónarhomi andlagsins séð, er hér um setningafræði stað-
setningarinnar að ræða, þar sem andlagið færist milli hins slæma og hins
góða rýmis.
Síðasta stigið í þróun Greimas er framsetning frásagnarlíkans með svo
kallaðri tengingarfræði (da. junktions logik). Astandi má lýsa ýmist sem
samtengingu (d. konjunktion) eða frátengingu (da. disjunktion) fmmlags
og andlags. Þetta þýðir, að frumlag getur haft til umráða andlag eða
skortir það. Þetta má framsetja í bókstöfum þannig: S n O og S u O (S
táknar frumlag (fr. subject), n samtengingu, O andlag (fr. object) og u
frátengingu. S n O kallast öflun (fr. aquisition), en S u O svipting (fr.
privation). Gerandinn, sem veldur breytingu frá einu ástandi til annars,
kallast aðgerðafrumlag, táknað með S2 til aðgreiningar frá
aðstœðufrumlaginu, sem táknað er með Sl. Ferilinn, þar sem
aðgerðafmmlag kemur til leiðar breytingum frá sviptingu til öflunar, má
framsetja með táknum á eftir farandi hátt: S2 >»((S1 u O) >» (S1 n
O)). Þessi ferill er frásagnaráætlun (fr. programme narrative) og jafn-
framt kjami ferils frásagnar. Hann felst í þeim hluta frásagnarferils, sem
er aðalumbreyting frásagnarinnar, og kallast framkvæmd. En aðgerða-
frumlagið verður að vera búið fœrni (fr. competence) til að koma
umbreytingunni til leiðar. öflun fæminnar má lýsa sem samtengingu.
Andlagið er hér háttarandlag. Fæmiimi má lýsa sem hættinum að vita eða
geta. En andlag í samhengi framkvæmdarinnar kallast verðmætaandlag.
Skilyrði framkvæmda er ekki aðeins að vita og geta, heldur líka að vilja.
Hafi aðgerðafmmlagið ekki vilja, kemur til skjalanna ráðstöfun, sem
borin er uppi af geranda, sem kaÚast frumkvöðull (fr. destinateure). Hann
og aðgerðafmmlagið em aðilar að sáttmála (fr. contract), sem skilgreinir
samband þeirra innbyrðis, og felur jafnframt í sér mat á því, hvað er
eftirsóknarvert og hvað ekki.124
Ráðstöfunin myndar upphafsskeið frásögunnar. Lokaskeiðið einkennist
af endurgjaldinu, viðurkenningu eða refsingu. Þar er einnig að finna
124 Sjá Greimas, Elemente einer narrativen Grammatik, og samantekt hjá Hallback, bls.
117-120.
114