Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 91
FormgerÖargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
Loks aðgreindi de Saussure athugun á sögulegri þróun málkerfis (fr.
linguistique diacronique eða síður evolutive) og samtímalegri úttekt
á málkerfingu (fr. linguistique syncronique eða síður statique) og
lagði áherslu á hið síðara, þar sem kerfið á hverjum tíma skoðað
kyrrstœtt fæli í sér skilgreiningu merkinga eininga þess.28
Mikilvægt er einnig, að de Saussure greindi milli táknvísunar orðs
(fr. signification) og gildis orðs í umhverfi þess (fr. valeur). Gildi er
fyrir honum mikilvægur þáttur í táknvísun.29
Sumir fræðimenn telja sig sjá hjá de Saussure áhrif frá franska fé-
lagsfræðingnum É. Durkheim og sálfræði hans,30 enn fremur áhrif frá
greiningu táknhugtaksins hjá heimspekingnum E. Husserl,31 aðrir tala um
óbein tengsl, það sé líkt með hugmyndum É. Durkheims og Ferdinands de
Saussure, að hinn síðamefndi lítur á tungumál sem félagslegt fyrirbæri.32
Áhrif de Saussure em víðtæk og verða sum ljós af því, sem hér fer á
eftir, enda þótt sumar af hans kenningum hafi orðið fyrir gagnýni.33
í okkar samhengi er ástæða að nefna næst þátt Danans Louis Hjelmslev (d.
1965), sem skrifaði m. a.„Omkring sprogteoriens grundlæggelse", sem
kom út 1943.34 Hjelmslev vildi í framhaldi af de Saussure þróa kenningu
og greiningarkerfi, sem gerði alvöru úr því, að málkerfið væri form og
ekki efniviður, kerfi sinnar tegundar, ekki samansafn ekki-mállegra
fyrirbæra eins og eðlisfræðilegra, lífeðlisfræðilegra, sálfræðilegra,
rökfræðilegra, félagsfræðilegra fyrirbæra,35 það er að segja fram setja
eins konar málvísindalega algebm, sem beita mætti til að lýsa öllum
28 Sjá de Saussure, bls. 79-100.
29 Sjá de Saussue, bls. 114-117.
30 Sjá Lyons 1971, bls. 51, Helbig, bls. 33.
31 Sjá Helbig, bls. 33.
32 Sjá Anderson, bls. 33. Jonathan Culler virðist aðhyllast svipaða skoðun og telur, að
sameiginlegt einkenni þeirra S. Freuds, É. Durkheims og F. de Saussures, hafi verið
að beina athyglinni frá spumingunni um sögulegan aðdraganda fyrirbæra að
spumingunni um kerfi sem félagslegt fyrirbæri, sameiginlegt kerfi sálarlffs persóna
(Freud), kerfi sameiginlegra maélikvarða og trúar (Durkheim) og sameiginlegt kerfi
málsamfélags (de Saussure). Þessir menn litu á samfélagið sem veruleika í sjálfu sér,
þ. e. stofnanir og kerfi, sem em meira en tímabundnar birtingar Andans (sbr
hughyggju Hegels) eða heildartala athafna einstaklinga (sbr raunhyggju Humes). Sjá
Introduction eftir Jonathan Culler í de Saussure, F„ Course in General Linguistics.
Glasgow: Fontana / Collins. 1974. Bls. xi-xii. Sjá ennfremur Jonathan Culler:
Saussure. London: Fontana Press 1990, bls. 53-89. Um É. Durkheim og
hugmyndaffæðilegt baksvið hans sjá grein eftir Talcott Parson um Durkheim, Émile í
International Encyclopedia of the Social Sciences. Vol. 4. New York 1972. Bls.
311-320, einkum 311-313, þar sem hann vekur athygli á brezkri raunhyggju ásamt
nytjahyggju og þýzkri hughyggju í baksviðinu.
33 Sjá m. a. Culler, J„ Saussure, bls. 79-131.
34 Hjelmslev, Louis, Omkring Sprogteoriens Grundlœggelse. Kom út í Festskrift
udgivet av Kpbenhavns Universitet i anledning av Universitetets Aarsfest November
1943. Kpbenhavn MCMXLIII.
35 Sjá Hjelmslev, bls. 7nn
89