Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 180
Þórir Kr. Þórðarson
spáinannlegum meðalgangara (vv 18-19) sem með meðalgöngubæn sinni
mun útvega lýðnum fyrirgefningu Yahweh. En í 15. kap. kemur hið
gagnstæða fram, að hvorki meðalganga né fyrirgefning dugar sem lausn-
arvegur fyrir hinn aðþrengda Sál. Honum er engrar undankomu auðið úr
höndum hins myrka valds sem hann hefur vígt til moldar.
Innihald 13.-15. kap.
Sögu Sáls og Davíðs má skipta á ýmsa vegu. Samt er handhægt að telja
sögu Sáls ná frá 9. kap. til hins fimmtánda og að honum meðtöldum. En
það vekur athygli að vart er lokið frásögninni af sigrum Sáls og
konungskjöri hans í 11. kap. þegar sagt er frá falli hans í 13. kap. Aftur á
móti heldur saga Sáls áfram í 16. kap. og út bókina sem annar þráður
samþættingar sem telja mætti til sögu Davíðs, enda hefst hún á smumingu
Davíðs í 16. kap., og er Davíð ekki í raun orðinn konungur í Júda og
ísrael báðum ríkishlutunum fyrr en í 5. kapítula Síðari Samúelsbókar
þegar lokið er átökunum við ætt Sáls. En örlög þeirra Sáls og Davíðs em
tvinnuð saman í voldugri átakasögu þar til yfir lýkur og Sál fellur. Er þá
lokið Fyrri Samúelsbók.
13. kapítuli
13. og 15. kap. em tvær spámannasögur sem mynda rammann utan um
hemaðarsögu Jónatans. Persóna Jónatans er athyglisverður þáttur Sam-
úelsbóka — eða persónusköpun hans, eins og komist er að orði í bók-
menntafræðum. Jónatan er einatt aukapersóna, en samt er eins og hann
gegni hlutverki örlagavalds, bæði um framgang Davíðs og sem andhverfa
við persónuleika föður síns. En það viðfangsefni er ekki til umræðu hér.
í upphafi 13. kapítulans, í 1. versinu, kemur fyrir hið kunna texta-
vandamál, að Masoretatextinn getur ekki aldurs Sáls er hann gerist
konungur. Þar er eyða í handritum. Venjulegt er að fara þar eftir LXX.
Þótt enginn viti hversu lengi Sál var konungur vekur það athygli hve
sögumaður gerir stuttan stans við raunvemlegt konungdæmi hans. Það er
engu líkara en hann vilji flýta falli Sáls til þess að rúm verði fyrir hinn
raunvemlega og messíanska konung, Davíð.
Þegar 13. kaflinn hefst er þar komið sögu að Sál er í Gilgal (7. v.) en
Jónatan vinnur það þrekvirki að brjóta niður tákn kúgarans, súlu (natsív)
Filisteanna í Gíbeu (Geba). Fara þá Filistear í móti honum með ógurlegu
liði, þúsundum vagna, riddara og fótgönguliðs. Bjó þá lið Jónatans um sig
í hellum og klettaskorum og beið þess hvað verða vildi en aðrir flúðu,
sumir yfir vöðin á Jórdan, fyrir hræðslu sakir.
Nú víkur sögunni til Sáls í Gilgal þar sem hann bíður eftir Samúel (sem
skv. 10:8 hafði boðið honum að fara til Gilgal og bíða sín þar í sjö daga).
Persónufylgið tekur sem óðast að hrynja af honum, en hermennimir
óttuðust grimmd Filisteanna og vald og tóku að týna tölunni. En Samúel
kom ekki. Vonin dvínaði að hann kæmi til þess að telja kjark í liðið og
blíðka Yahweh með fómum. Og nú vom dagamir sjö liðnir. Hvað átti Sál
að taka til bragðs úr því að Samúel hélt ekki gefin loforð? Hæfi hann
178