Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 13

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 13
úti í Hamborg. Upphaflega var stóllinn málaður í mörgum litum sem hafa nú verið hreinsaðir af og stóllinn brúnlakkaður að utan. Predikunarstóllinn virðist upphaflega hafa verið í eigu Guðbrands og erfingja hans og ekki komist í eigu dómkirkjunnar fyrr en við dauða Þorláks Skúlasonar (1656) eða jafnvel sr. Skúla sonar hans (1704). Stóllinn var síðan kominn í Fagra- neskirkju á Reykjaströnd fyrir 1764.3 Ekki var óalgengt að sá sem pantaði verk á borð við þetta og ætlaði jafnvel að gefa kirkju léti það jafnframt halda eigin minningu á lofti. Kirkjugripir gátu því þjónað sama hlutverki og þær fjölmörgu minningartöflur sem til eru úr kirkjum bæði hérlendis og erlend- is og gerðu hvort tveggja í senn, prýddu kirkjumar og gerðu gefandann ódauðlegan. Þannig kann að standa á svipmótinu með guðspjallamanninum og Guðbrandi. Allar eru hinar varðveittu myndir frá efri árum biskups. Af einum þrem- ur máluðu myndanna má jafnvel lesa hækkandi aldur út úr andlitsdráttunum. Sú síðasta gæti verið gerð skömmu áður en hann lagðist í körina löngu sem hlífði honum m.a. við að sjá dómkirkju sína verða hrörnun og óveðri að bráð. Tengsl eru milli nokkurra myndanna þannig að sumar eru fyrirmyndir ann- arra þótt ekki verði þær allar raktar til sömu frummyndar.4 Þess vegna er at- hyglisvert að þeim ber býsna vel saman um andlitsdrættina í meginatriðum. Varðandi heimildargildi myndanna er rétt að hafa í huga að enn í dag rík- ir ákveðin táknmálshefð við gerð „portrett“-mynda jafnvel þótt um ljós- myndir sé að ræða. Biskup er sýndur í skrúða eða með önnur biskupstákn, læknir í hvítum sloppi, menntamenn almennt með bækur í bakgrunni, sjó- menn löngum með sjóhatt á höfði eða í það minnsta niður við höfn ef ekki um borð. A 16. og 17. öld var þetta táknmál enn bundnara og sú stöðlun sem það kom til leiðar enn meiri en gerist nú á dögum eftir að einstaklingsvit- und bæði í sálfræði og tilfinningalífi, sem og raunsæi í myndlist hefur kom- ið til sögunnar. Þetta listræna táknmál staðlar myndirnar af Guðbrandi að einhverju leyti. Hann er alls staðar búinn svartri hempu embættis- og menntamannsins, stundum ber hann hettu á höfði eins höfð var í saggasöm- um húsum, bækur og skjöl eru jafnan innan seilingar og er það að líkindum ekki hvað síst myndræn (íkónógrafísk) vísun. Eitt af olíumálverkunum af Guðbrandi er úr Þingeyrarkirkju frá um 1620 er líklega gert af erlendum listamannni og talið frummynd Um málverkið segir í skrám Þjóðminjasafns: 3 Þjóðminjasafn Islands - Munaskrá. Sérskrá - Vídalínsskrá, A: 1. http://www. sarpur.is. 4 Þjóðminjasafn Islands - Munaskrá. Alm. munaskrá. A: 1823. http://www. sarpur.is. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.