Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 16

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 16
(1698-1720), Jón Árnason (1722-1743) og jafnvel fleiri sem eru vel þekkt- ir af verkum sínum. Ef til vill varpar þetta ljósi á stöðu rannsókna á sviðinu. Athyglin hefur lítið beinst að einstökum Hólabiskupum og áhrifum þeirra eða áhrifaleysi. Meira hefur verið fjallað um Skálholtsbiskupa enda verk- svið þeirra mun víðfeðmara. Vera má að sú saga biskupsstólanna sem nú er í ritun breyti einhverju í þessu efni. Eins og nú er háttað gnæfir Guðbrand- ur einn upp úr og færa má rök fyrir því að þar sé ekki aðeins vanþekkingu um aðra biskupa um að kenna. Siðaskiptabiskupinn Ólafur Hjaltason (1552-1569) var líklega enginn skörungur og líta verður svo á að þótt tveir áratugir væru frá dauða Jóns biskups Arasonar (1524-1550) þegar Guðbrandur leysti Ólaf af hólmi hafi margt verið ógert við að festa hinn nýja sið í sessi. Guðbrandur kom því ekki að fullkomnuðu verki. Það skapaði honum tækifæri. Annað atriði var það að Guðbrandur varð óvenju ungur biskup eða að- eins 31 árs. Þá hélt hann vel hreysti og líkamskröftum þótt hann eyddi síð- ustu árunum í kör. Honum gafst því langur starfstími með óskertum kröft- um. Enn ber að líta til þess að öll fyrirmæli sem Guðbrandur Þorláksson og embættisbræður hans í Skálholtsbiskupsdæmi, fyrst Gísli Jónsson (1558- 1587) og síðar Oddur Einarsson (1589-1630) sem var skjólstæðingur Guð- brands, fengu voru miðuð við danskar aðstæður þar sem borgir og bæir voru til staðar og sveitasóknir voru þéttbýlli og fólksfleiri og skemmra var til kirkju en gerðist hér á landi. Skipulag danskra kirkju- og fræðslumála sem voru lítt aðgreinanleg á þessum tíma miðuðust því við borgar- og akuryrkju- samfélag en ekki fámennt kvikfjárræktarland eins og Island. Þetta krafðist aðlögunar á fyrirmælunum og þar sem aðlögunar er þörf myndast svigrúm fyrir sjálfstætt frumkvæði og stefnumörkun. Þann möguleika nýtti Guð- brandur sér til hins ítrasta og aðgerðir hans á þeim vettvangi segja mikið til um það hvers konar biskup hann var.13 Eins og tjúguskeggið benda aðgerðir Guðbrands Þorlákssonar á þeim sviðum þar sem hann sýndi sjálfstætt frumkvæði til þess að hann hafi verið endurreisnar- eða fommenntabiskup en ekki barokk- eða rétttrúnaðarbisk- up. í íslenskri sögu er hugtakið fommenntastefna vissulega ónákvæmt og loðið þar sem stefnan varð mjög langæ og hafði því mörg birtingarform. Brynjólfur Sveinsson sem kallast má tveimur kynslóðum yngri en Guð- brandur (f. 1604) var til dæmis dæmigerður fornmenntamaður og áhrifum stefnunnar lauk fráleitt með kynslóð hans. Það er því farsælast að nefna 13 Hjalti Hugason 1990. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.