Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 19

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 19
fáeinum árum. Þetta kemur í ljós í hvert skipti sem hann þurfti að aðlaga dönsk fyrirmæli að íslenskum aðstæðum. Þá leitaðist hann alltaf við að verða við fyrirmælunum með lágmarksbreytingu. Við athugun á prestastefnusamþykktum hans á áttunda og tíunda áratug 16. aldar kemur í ljós að hann hafi verið evangelískur eða þess vegna lúth- erskur hefðarhyggjumaður. Sem dæmi um þessa stefnu má benda á að Guðbrandur reyndi að endurreisa ferminguna í biskupsdæmi sínu en hún hvarf sem kunnugt er úr kirkjum siðaskiptamanna þar til hún var endurreist um daga píetismans, sem ein þeirra mörgu breytinga, sem Lúðvík Harboe (d. 1783) beitti sér fyrir hér á landi á árunum milli 1740 og 1750. Þá koma merki þessarar stefnu fram á sviði kirkjuagans en Guðbrandur vildi halda í bannfæringuna (excommunicatio major) meðan siðaskiptamenn í anda Lúthers létu almennt nægja að halda í forboðið eða fyrra stig bannfæring- ar (excommunicatio minor). Loks áskildi Guðbrandur biskupi einkaleyfi á að veita aflausn fyrir stórsyndir en slík aðgreining á valdi presta og biskupa var óþekkt í fræðum Lúthers. Þá héldust nokkuð fleiri helgidagar í Hóla- biskupsdæmi í hans tíð en almennt gerðist í lúthersku kirkjunni um hans daga.21 Ofannefnd dæmi benda til markaðrar stefnu en ekki tækifærismennsku eða tilviljunar. Ekki er þó víst að meðvituð og sjálfri sér samkvæm fom- menntastefna eða húmanismi skýri allar sjálfstæðar ákvarðanir Guðbrands á biskupsstóli. Allt eins getur verið að landshættir, bág staða íslensku klerkastéttarinnar og almennt úrræðaleysi hafi valdið hér miklu. Það breyt- ir hins vegar ekki megin niðurstöðunni um stefnu Guðbrands á biskupsstóli. Arfleifðin frá Guðbrandi Þorlákssyni. Þegar rætt skal um arfleifðina frá Guðbrandi Þorlákssyni er ómögulegt ann- að en að staldra fyrst við hina miklu bókaútgáfu hans sem var að sönnu með ólíkindum hvort sem miðað er við aðstæður eða ekki en alls gaf hann út um 100 rit og eru eintök af 79 þeirra vaðveitt.22 Þar af eru fjórar bækur þekktast- ar: Sálmabókin (1589), Graduale eða Grallarinn (1594), Vísnabókin (1612) en þó fyrst og fremst sjálf Biblían sem kom út ótrúlega snemma á ferlinum eða 1584. Um hana hafa þessi orð verið látin falla: „Útgáfa Biblíunnar 1584 er ekki einungis stórkostlegur viðburður í bókaútgáfu íslendinga heldur 21 Hjalti Hugason 1990:96-118. 22 Einar Sigurbjömsson o.a. 2000: xi. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.