Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 20
jafnframt óumdeilt eitt mesta afrek sem unnið hefur verið á íslandi á þessu
sviði.“23 Má eflaust taka undir þann dóm.
Biblían er liðlega 1200 blaðsíður að stærð í stóru broti og er allmikið
myndskreytt og kom út í 500 eintökum.24 Að stærð og gerð er bókin þannig
að illt er að handleika hana og ómögulegt að lesa á hana öðru vísi en af
borði eða púlti eins og tvær 20. aldar endurgerðir sýna ljóslega. Biblía af
þessu tagi var því ekki ætluð almenningi til daglegra nota.
Þessum þremur ritum var ætlað að leggja grunn að evangelískri kirkju-
og heimilisguðrækni, sem voru tvær greinar á sama meiði, þótt hvor um sig
lyti að nokkru eigin lögmálum.25 Sálma- og Vísnabókin ásamt Grallaranum
fengu nokkra útbreiðslu en Biblían hefur eðli máls samkvæmt einkum ver-
ið kirkju-, presta- og höfðingjabiblía. Margar kirkjur voru líka þannig sett-
ar, að þær höfðu ekki ráð á að eignast Biblíuna að minnsta kost ekki án að-
stoðar biskups. Segir það nokkuð um verðgildi bókarinnar en þó meira um
fjárhagsstöðu kirknanna sem voru sjálfstæðar rekstrareiningar með fáa
gjaldendur hver og ein og fjölmargar í einkaeigu.
Þegar um biblíuþýðingu, grallaragerð og útgáfu annarra lykilrita fyrir
lútherska kristni er að ræða er mikilvægt að meta hlut Guðbrands sjálfs í
textagerðinni, þýðingum og frumsamningu, og kanna að hversu miklu leyti
hann byggði á verkum eldri leiðtoga lútherskrar kristni. Var biblíuútgáfan til
dæmis ekki að langmestu leyti uppsafnaður árangur af starfi siðaskipta-
manna í báðum biskupsdæmum frá því um 1540? Hann tók til að mynda
texta Odds Gottskálkssonar (d. 1556) frá 1540 nær óbreyttan upp í Biblíu
sína. Þó mun hann hafa sniðið norsk máleinkenni af þýðingunni - en Odd-
ur var alinn upp í Noregi - og lagfært beygingarfræðileg atriði. Þá áttu ýms-
ir þátt í að þýða Gamla testamentið.26 Að nokkru leyti var bókaútgáfan í tíð
Guðbrands því uppskera undangenginna áratuga.27 Þessa er á engan hátt get-
ið til að rýra hlut Guðbrands sjálfs heldur til að benda á hvemig grunnurinn
að evangelísku kristinhaldi í landinu byggðist upp í áföngum.
Margir hafa litið svo á að með þýðingu sinni og útgáfu á Biblíunni hafi
Guðbrandur bjargað íslenskri tungu gegnum hættutímabil sem kostaði ná-
grannaþjóðirnar, Færeyinga og Norðmenn, sjálfstæðar þjóðtungur.28
23 Steingrímur Jónsson 1989: 97. Sjá og Stefán Karlsson 1984: 47.
24 Steingrímur Jónsson 1989: 97.
25 Sjá Einar Sigurbjömsson o.a. 2000: xi.
26 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 58. Guðrún Kvaran 1990: 39
27 Um kirkjulega bókagerð í lútherskum sið fyrir daga Guðbrands sjá Amgrímur Jónsson 1992.
28 Sjá t.d. Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 60.
18