Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 34
Upplýsingin Séra Jón Steingrímsson sá hönd Drottins að verki í öllu því sem gerist. Þess vegna áleit hann að eldurinn væri af Guði sendur og með þvf að Guð væri þar að baki, hlyti einhver tilgangur að vera í því. Sá tilgangur virðist vera tvenns konar. I fyrsta lagi áleit hann Guð vera að tyfta fólk og áminna og opinbera því, hvemig allt muni eyðast og mennimir með ef þeir sjá ekki að sér. í öðru lagi áleit hann að í hörmungunum blasti við barátta Guðs við að afstýra öðru verra. Arvekni og bæn, traust og trú er því það sem fólk verð- ur að temja sér. Um daga séra Jóns var tekið að veitast að þessu trúarviðhorfi frá tals- mönnum upplýsingarstefnunnar. Þeir litu öðru vísi á málin og vildu ekki álíta að Guð gripi með beinum hætti inn í gang sögunnar og gang náttúrunn- ar. I stað þess álitu þeir að náttúruöflin lytu eigin lögmálum og það yrði að leita skýringa á þeim út frá þeim sjálfum.21 Upplýsingin skýrgreindi Guð sem hugsjón um hið góða og fagra og leit á náttúruna og mannlífið sem bók þar sem hægt væri að lesa sér til bæði um tilveru Guðs og um vilja hans og ráð. Þeir álitu að það væri mönnum nóg að beita réttri hugsun og gætu þeir þar með glætt með sér góðan vilja. Upplýsingin byggði sjónarmið sín um tilvist Guðs á hefðbundinni hugsun í heimspeki og guðfræðí sem hafði mót- ast og þróast innan kristinnar guðfræði frá því á dögum fornkirkjunnar og beitti sömu röksemdarfærslum um tilvist Guðs og hefðbundin náttúruleg guðfræði. Hún gekk hins vegar lengra en hin sígilda guðfræði í því að álíta að menn gætu út frá náttúrunni ekki aðeins fræðst um tilvist Guðs heldur Iíka sannfærst um vilja Guðs til hins góða. Þar töldu fyrri tíðar menn að op- inberun þyrfti að koma til eða bók náðarinnar. I skáldverki sínu, Sögur frá Skaftáreldi,22 lætur Jón Trausti gömul, við- tekin viðhorf lúthersks rétttrúnaðar og ný viðhorf upplýsingarinnar í trúar- efnum mætast í séra Jóni Steingrímssyni annars vegar og Gísla Þorsteins- syni bónda á Geirlandi hins vegar. Gísli Þorsteinsson var fæddur 1745 og andaðist 1825. Þeir voru nágrannar og vinir séra Jón og Gísli. í ævisögunni talar séra Jón oft um Gísla og nefnir hann þar ætíð „Gísla minn á Geirlandi“. Jón Trausti gerir Gísla að talsmanni upplýsingarinnar í trúarefnum og lætur hann segja um Guð: „Ég hugsa mér guð eins og sjálfan mig - í meiri og full- komnari mynd.“ Hann lætur Gfsla ennfremur halda því fram að það þýði 21 Um guðfræði upplýsingarinnar sjá Hagglund 1981, s. 313-331; Pelikan 1989, einkum s. 9-117. 22 Jón Trausti 1912 & 1913; endurútgáfa 1942. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.