Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 73

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 73
irmynda munnlegra geymda. Hins vegar að fyrirmyndir að sömu sögu er einnig að finna í rituðum eldri heimildum og fomaldarsögum í rituðu formi frá því hundrað árum eftir ritun Hryggjarstykkis. I raun er hér á ferðinni nokkurs konar sagnfestukenning í andstöðu við bókfestukenningu eins og þeim kenningum var haldið fram hvorri gegn annarri frá nítjándu öld og jafnvel allt til þessa dags. Meginmunurinn liggur í því að sagnfestumenn rekja uppruna íslendingasagna10 til munnlegrar geymdar en bókfestumenn til einstakra höfunda og tengsla þeirra verka við önnur bókmenntaverk." Meint tengsl íslendingasagna við munnlegar geymd- ir ber merki rannsókna á þjóðsögum og ævintýrum frá sama tíma.12 Þjóð- sagnafræði (etnography) þessa tímabils fólst ekki hvað síst í því að skrifa upp hefðir sem alþýðufólk hafði lært í munnlegri geymd af þjóðsögulegum toga. í nýjatestamentisfræðum urðu straumhvörf um aldamótin nítjánhundruð þegar tekið var að beita aðferðum formgreiningar (form criticism) við rann- sóknir á textum Biblíunnar. Formgerðarstefnan, eins og þjóðsagnafræðin, gengur út frá því að einstök og ólík bókmenntaform sem greina má innan til að mynda guðspjallatexta megi rekja til upprunalegs samhengis munnlegra geymda.13 í samhengi biblíufræða er hin munnlega geymd jafnan talin standa nær semískum áhrifum sem haldist hafi við lýði í rabbínskum gyð- ingdómi allt til þessa dags14 á sama tíma og önnur form eru talin til ætta 10 Um flokka íslenskra miðaldabókmennta sjá t.d. Heimir Pálsson, Frásagnarlist fyrri alda: Islensk bók- menntasga frá landnámsöld til siöaskipta (Reykjavík: Forlagið, 1985), 21. 11 Sjá umfjöllun Vésteins Ólasonar, „fslendingasögur," í Hugtök og heiti í bókmenntafrœði (Jakob Bene- diktsson ritstj.; Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands & Mál og Menning, 1983), 136- 138. Sjálfur telur Vésteinn að ekki sé lengur raunhæft að gera þennan mun á aðferð eða nálgun við lest- ur íslendingasagna. Engu að síður þá telur hann að bókfestumenn hafi um of leitað fyrirmynda íslend- ingasagna í eldri ritverkum og þannig „sést yfir þann kjama þeirra sem ber munnlegri frásagnarlist og fornum hefðum órækt vitni,“ ibid., 138. Vésteinn rökstyður þessa athugasemd sína ekki frekar í þessu samhengi. Sjá frekar Vésteinn Ólason, „Sögur," í íslensk þjóðmenning, VI, Munnmentir og bókmenning (Frosti F. Jóhannsson ritstj.; Reykjavík: Þjóðsaga, 1989), 159-227. 12 Sjá t.d. þar um Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir,“ í íslensk menning, VI. 228-290. 13 í nýjatestamentisfræðum em það fræðimennimir Martin Dibelius og Rudolf Bultmann sem einkum mddu braut formfræðinni í rannsóknum á textum Nýja testamentisins, sbr. Martin Dibelius, Die Form- geschichte des Evangeliums (4ða útg.; Formáli eftir Giinter Bomkamm; Tiibingen: Mohr, 1961 [1919]); Rudolf Bultmann, Die Geschichte der synoptischen Tradition (2ur útg.; Forschungen zur Religion und Literatur des alten und neuen Testaments 29; Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecth, 1931 [1921]. 14 Sjá t.d. Lars Hartman, „Evangeliema och apostlagiimingama," í En Bok om Nya Testamentet (Birger Gerhardson ritstj.; Lundur: Ekstrand, 1969), 18-32; sbr. Birger Gerhardson, Memory and Manuscript: Oral Tradition and Written Transmission in Rabbinic Judaism and Early Christianity (Acta seminarii neotestamentici uppsaliensis 22; Lundur & Kaupmannahöfn: Gleemp & Munksgaard, 1961); William A. Graham, Bcyond tlie Written Word: Oral Aspects of Scripture in the History of Religion (Cambridge: Cambridge University Press, 1987). 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.