Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 73
irmynda munnlegra geymda. Hins vegar að fyrirmyndir að sömu sögu er
einnig að finna í rituðum eldri heimildum og fomaldarsögum í rituðu formi
frá því hundrað árum eftir ritun Hryggjarstykkis.
I raun er hér á ferðinni nokkurs konar sagnfestukenning í andstöðu við
bókfestukenningu eins og þeim kenningum var haldið fram hvorri gegn
annarri frá nítjándu öld og jafnvel allt til þessa dags. Meginmunurinn liggur
í því að sagnfestumenn rekja uppruna íslendingasagna10 til munnlegrar
geymdar en bókfestumenn til einstakra höfunda og tengsla þeirra verka við
önnur bókmenntaverk." Meint tengsl íslendingasagna við munnlegar geymd-
ir ber merki rannsókna á þjóðsögum og ævintýrum frá sama tíma.12 Þjóð-
sagnafræði (etnography) þessa tímabils fólst ekki hvað síst í því að skrifa upp
hefðir sem alþýðufólk hafði lært í munnlegri geymd af þjóðsögulegum toga.
í nýjatestamentisfræðum urðu straumhvörf um aldamótin nítjánhundruð
þegar tekið var að beita aðferðum formgreiningar (form criticism) við rann-
sóknir á textum Biblíunnar. Formgerðarstefnan, eins og þjóðsagnafræðin,
gengur út frá því að einstök og ólík bókmenntaform sem greina má innan til
að mynda guðspjallatexta megi rekja til upprunalegs samhengis munnlegra
geymda.13 í samhengi biblíufræða er hin munnlega geymd jafnan talin
standa nær semískum áhrifum sem haldist hafi við lýði í rabbínskum gyð-
ingdómi allt til þessa dags14 á sama tíma og önnur form eru talin til ætta
10 Um flokka íslenskra miðaldabókmennta sjá t.d. Heimir Pálsson, Frásagnarlist fyrri alda: Islensk bók-
menntasga frá landnámsöld til siöaskipta (Reykjavík: Forlagið, 1985), 21.
11 Sjá umfjöllun Vésteins Ólasonar, „fslendingasögur," í Hugtök og heiti í bókmenntafrœði (Jakob Bene-
diktsson ritstj.; Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands & Mál og Menning, 1983), 136-
138. Sjálfur telur Vésteinn að ekki sé lengur raunhæft að gera þennan mun á aðferð eða nálgun við lest-
ur íslendingasagna. Engu að síður þá telur hann að bókfestumenn hafi um of leitað fyrirmynda íslend-
ingasagna í eldri ritverkum og þannig „sést yfir þann kjama þeirra sem ber munnlegri frásagnarlist og
fornum hefðum órækt vitni,“ ibid., 138. Vésteinn rökstyður þessa athugasemd sína ekki frekar í þessu
samhengi. Sjá frekar Vésteinn Ólason, „Sögur," í íslensk þjóðmenning, VI, Munnmentir og bókmenning
(Frosti F. Jóhannsson ritstj.; Reykjavík: Þjóðsaga, 1989), 159-227.
12 Sjá t.d. þar um Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir,“ í íslensk menning, VI. 228-290.
13 í nýjatestamentisfræðum em það fræðimennimir Martin Dibelius og Rudolf Bultmann sem einkum
mddu braut formfræðinni í rannsóknum á textum Nýja testamentisins, sbr. Martin Dibelius, Die Form-
geschichte des Evangeliums (4ða útg.; Formáli eftir Giinter Bomkamm; Tiibingen: Mohr, 1961 [1919]);
Rudolf Bultmann, Die Geschichte der synoptischen Tradition (2ur útg.; Forschungen zur Religion und
Literatur des alten und neuen Testaments 29; Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecth, 1931 [1921].
14 Sjá t.d. Lars Hartman, „Evangeliema och apostlagiimingama," í En Bok om Nya Testamentet (Birger
Gerhardson ritstj.; Lundur: Ekstrand, 1969), 18-32; sbr. Birger Gerhardson, Memory and Manuscript:
Oral Tradition and Written Transmission in Rabbinic Judaism and Early Christianity (Acta seminarii
neotestamentici uppsaliensis 22; Lundur & Kaupmannahöfn: Gleemp & Munksgaard, 1961); William A.
Graham, Bcyond tlie Written Word: Oral Aspects of Scripture in the History of Religion (Cambridge:
Cambridge University Press, 1987).
71