Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 77
eiga upphaf sitt í slíkri geymd munnlegra hefða.30 í þessu samhengi vekur sérstaka athygli að bréf Páls postula eru jafnan talin elstu ritaðar heimildir úr hinum kristna dómi og ekki skilgreindar í samhengi munnlegra hefða.31 Bréf hans eru þá jafnframt álitin eiginleg bréf og þess hvergi getið að bréf eins og Páls postula eru grein bókmennta sem mælskufræðin flokkar rétt eins og fjöldann allan af öðrum bókmenntaformum á hellenískum tíma.32 Enda þótt mörg orð og verk séu tileinkuð Jesú í frásögum kristinna rita þá er ljóst að sjálfur er hann ekki talinn höfundur ritaðra heimilda til að mynda í guðspjöllum Nýja testamentisins. Myndir sem dregnar eru upp af Jesú í kristnum frásögum sýna hann ávallt á vettvangi þar sem hann talar, græðir sjúka eða hefst eitthvað sérstakt að. í sömu sviðsetningum er hann ævinlega í nálægð lærisveina eða einhverja þeirra sem frásögurnar beint eða óbeint gefa til kynna að séu slíkir vottar að ræðu Jesú og verkum sem Lúk- as talar um í formála síns guðspjalls. Sú mynd á sér margar hliðstæður í klassísku unihverfi grísku og á helleníska tímanum. Heimspekingar kýnikea voru þannig þekktir að því að storka umbúðamikilli rithefð hins platónska arfs með þvf að setja hugsanir sínar ekki á blað heldur mæla heimspekilega þanka af vörum fram í hnyttnum frásagnarkomum (kreiai). Það varð hlut- skipti lærðra skrifara og þeirra sem skráðu heimspekisögu að skrá slík sjón- armið á bók beint eða óbeint eftir höfundi þeirra. í aðfaraorðum Tómasar- guðspjalls er að finna dæmi um fyrrtöldu hefðina (hvort sem hún er tekin bókstaflega eða ekki)33 og verk Lúsíans (uppi á annarri öld e. Kr.) er dæmi af síðarnefnda toganum (til að mynda samantektin um kýnikean 30 Clarence E. Glad gengur svo langt að halda því fram að píslarsagan hafi átt sér munnlegt upphaf sem seinna hafi verið skráð á blað eða á bilinu 50-70, „Munnleg geymd frásögunnar um dauða og upprisu Jesú og boðskap hans var haldið til haga meðal frumsafnaðanna," Atökin um textann, 21; John Domin- ic Crossan heldur því fram að píslarsagan hafi snemma (jafnvel fyrir 50) verið saminn af höfundi seni notist við ýmis konar texta en þar sé fátt sögulegt að finna, t.d. The Cross Tliat Spoke: The Origins of tlte Passion Narrative (San Francisco, CA: Harper & Row, 1988; Koester heldur því fram að píslarsag- an hafi verið samin áður en kanónísku guðspjöllin og Pétursguðspjall voru skrifuð eða nokkuð seinna en Crossan gerir ráð fyrir, Ancient Gospels, 216-240; Burton L. Mack telur á hinn bóginn að píslarsgan hafi fyrst verið samin af höfundi Markúsarguðspjalls í kringum árið 70, A Myth oflnnocence: Mark and Cltristian Origins (Philadelphia, PA: Fortress, 1988), 288-312. 31 Sjá t.d. Lars Hartmann, „Breven," í En Bok om Nya Testamentet, 54-55; Clarence E. Glad, Atökin um textann, 57. 32 Ber saman t.d. Hartman, ibid., 54-56 og James D. Hester, „Rhetoric and the Composition of the Letters of Paul,“ í Alexander’s Revenge: Hellenistic Culture through tlie Centuries (Jon Ma. Asgeirsson og Nancy van Deusen ritstj.; Reykjavík: The University of Iceland Press, 2002), 59-83. 33 Sjá Jón Ma. Ásgeirsson, Tómasarguðspjall (íslensk þýðing eftir Jón Ma. Ásgeirsson sem einnig ritar inngang og skýringar; Lærdómsrit Bókmenntafélagsins 50; Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002). 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.