Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 81
Þegar borin eru saman ummæli í Tómasarguðspjalli sem eiga sér hlið-
stæður í Ræðuheimild (Q)43 samstofnaguðspjallanna þá kemur þegar í ljós
að samhengi þeirra er oftast fjarskalega óskylt. Listar sem ætla má að safn-
að hafi verið saman (Oxyrhynchus44 handritin af Tómasarguðspjalli kunna
jafnvel að hafa verið slíkir listar) af ummælum Jesú sýna þá í fyrsta lagi að
þeir hafa upphaflega ekki verið settir fram í einhverju tilteknu mælsku-
fræðilegu eða bókmenntafræðilegu samhengi heldur sem nokkurs konar til-
raun til varðveislu á ummælum og dæmisögum sem við Jesú voru kennd.
Ósamræmið á milli birtingarforma þessara hliðstæða í þessum tveimur rit-
um sannar í raun að ritin byggja ekki á sameiginlegri munnlegri heimild
heldur nokkurs konar gagnabanka um hefðir sem runnar eru frá Jesú eða að
minnsta kosti tileinkaðar honum.45 Hugmyndir um hlutverk skrifara í þessu
samhengi eru til staðar á fyrstu öld í kristnu samhengi (sbr. aðfaraorðin í
Tómasarguðspjalli) og varðveittir listar í hinum helleníska heimi vitna um
hið sama.46 Hugmynd um munnlegt mengi hefða um Jesú af óþekktri stærð
er tilbúningur nútímafræðimanna.
En gæti ósamræmið á milli einstakra ummæla í listum af handritum af
Tómasarguðspjalli eða listum af hliðstæðum á milli Tómasarguðspjalls og
Ræðuheimildarinnar ekki einmitt gefið til kynna munnlegt upphaf í Ijósi
óreiðunnar sem listamir bera með sér og hin munnlega hefð er iðulega
dæmi um samkvæmt þjóðsagnafræðinni? Svarið við því er afdráttarlaust
neitandi. Sveigjanleiki einstakra frásagnarkorna (kreija) er í fullkomnu
samræmi við mælskufræðilega notkun þeirra. Þannig mátti umorða þau og
útfæra eftir kúnstarinnar reglum.47 Jafnframt hefir verið sýnt fram á að í
Tómasarguðspjalli (koptísku útgáfunni) er að finna vandlega útfærðan hluta
43 Um Ræðuheimildina sjá t.d. John S. Kloppenborg Verbin, Excavating Q: Tlie History and Setting of tlie
Sayings Gospel (Minneapolis, MN: Fortress, 2000).
44 Um Oxyrhynchus handritin af Tómasarguðspjalli sjá einkum Harold Attridge, „Introduction," í Nag
Hammadi Codex II: Together with XIII,2*, BRIT. LIB. OR 4926(1), and P. OXY. 1, 654, 655, Volume I,
Gospel according to Thomas, Gospel according to Philip, Hypostasis of the Archons, and Indexes
(Bentley Layton ritstj.; Nag Hammadi Studies 20; Leiden: Brill, 1989), 96-102; um listaformið sjá John
Dominic Crossan, „Lists in Early Christianity: A Response to Early Christianity, Q andJesus,“ í Early
Christianity, Q and Jestts (John S. Kloppenborg og Leif E. Vaage ritstj.; Semeia 55; Atlanta, GA: Schol-
ars Press, 1992), 235-243.
45 Sbr. Leif Vaage, „Composite Texts and Oral Myths: The Case of the „Sermon" (6:20b-49),“ í Society of
Biblical Literature 1989 Seminar Papers (David J. Lull ritstj.; Society of Biblical Literature Seminar
Papers 28; Atlanta, GA: Scholars Press, 1989), 425-427.
46 Um ýmis söfn hellenískra lista sjá Kloppenborg, Formation, 289-316.
47 Sjá t.d. Burton L. Mack, „Elaboration of the Chreia in the Hellenistic School," í Patterns of Persuasion,
31-67.
79