Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 100
Kristján Valur Ingólfsson
Baksviðsleikur við útgáfu
sálmabókar íslensku kirkjunnar 1801
Inngangur
Árið 1801 var gefin út ný sálmabók fyrir kirkjuna á íslandi. Hún bar hið
langa nafn: Evangelisk-kristileg Messu - saungs og Sálma-Bók, ad konúng-
legri tilhlutun samantekin til almennilegrar brúkunar í Kirkjum og Heima -
húsum og útgefin afþví konunglega íslendska Lands Uppfrœðíngar Félagi.
Leirárgdrdum vid Leirá, 1801.
Með útgáfu þessarar bókar var gerð afgerandi breyting á hinni almennu
guðsþjónustu kirkjunnar.
Sálmabókin tók nafn sitt af útgáfustað sínum og gekk undir nafninu Leir-
gerður.
I nafninu felst lítt dulbúin gagnrýni á innihald bókarinnar, en það er önn-
ur saga. Bókin batt enda á liðlega tveggja alda sögu fyrstu íslensku messu-
bókarinnar, Grallara Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1594 og þar með
einnig á sögu þeirra guðsþjónustuforma sem opinberlega höfðu tíðkast í
landinu í rúmar tvær aldir. Hún breytti einnig hlutverki sálmabókarinnar,
sen nú var í senn sálmabók og messubók.
Oft hefur verið rætt um þessa breytingu eins og hún hafi að mestu leyti
komið á óvart og að sá sem mesta ábyrgð bar á útgáfunni, Magnús Stephen-
sen, hafi með henni gert kirkju sinni óleik. Ekki er ætlunin í þessum pistli að
leggja beinlínis mat á það, heldur fyrst og fremst að gera grein fyrir aðdraganda
og forsögu þeirrar breytingar á guðsþjónustufonninu sem sannarlega var gerð.
Þegar fjalla skal um form og atferli guðsþjónustunnar samkvæmt sálma-
bókinni frá 1801 þarf að taka nokkuð langt tilhlaup. Breyttur siður í kirkj-
unni samkvæmt kirkjuorðu Kristjáns III Danakonungs frá 1537' fór varlega
1 Kirkjuorða eða kirkjuregla Kristjáns þriðja ber hið latneska heiti: Ordinatio Ecciesiastica Regnorum
Daniae & Norwegiae et Ducatuum Slesvigensis, Holsatiae etc. etc. Anno Domini M.D.XXXVII. Hún er
prentuð í sinni latnesku gerð og í tveim íslenskum þýðingum í íslensku fombréfasafni: Diplomatarium
Islandicum (DI). X, 257 - 328) Kirkjuorðan var samþykkt fyrir Skálholtsstifti í íslenskri þýðingu Gizur-
98