Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 105
Ekki er vitað hvort Árni sendi tillögur sínar til Kaupmannahafnar eins og
bréf Kanselíisins mælir fyrir um, en Magnús Stephensen telur að Hannes
biskup Finnsson hafi fengið þær í hendur.'1' Engin bein umsögn er þó þekkt
frá hendi Hannesar um tillögur Áma. Sjálfur skrifaði Hannes aðrar tillögur
og fóru þær mjög í aðra átt, enda vildi hann varðveita hina íslensku hefð.20
Eftirtektarvert er að lesa athugasemdir hans. Ýmsar þeirra hafa þennan
formála: Kirkjuritualið mælir fyrir um, en á Islandi er venja að ..."
Af orðalaginu má ráða að Hannes er hvorki tilbúinn til að breyta út frá
viðtekinni venju með skiptingu messunnar í fasta liði og breytilega (ordin-
arium og proprium). Hann er ekki heldur tilbúinn til að skiljast við sérstaka
hátíðamessu.
Þegar tímar liðu komst þó Hannes á skoðun sem nálgaðist þá þróun sem
orðin var í Danmörku. Hann gat t.d. fallist á að Kyriesálmar skyldu öldung-
is aflagðir fyrst þeir væru alveg horfnir í Danmörku.
En samt leið heill áratugur án þess að breyting yrði á messusöng á ís-
landi.
Árið 1794 var Lærdómslistafélagið stofnað. Með því komst fyrst veru-
legur skriður á sálmabókarmálið. Fljótlega var tekið á dagskrá félagsins að
nú þurfi að hressa uppá messusönginn.
Hinn 10. ágúst 1795 skrifaði stiftamtmaðurinn Ólafur Stephensen (1731-
1812) bréf til Kanselísins í nafni Lærdómslistafélagsins þar sem hann í
nafni nokkurra félaga, bað um leyfi til að laga nokkra sálma sem koma skuli
í hina nýju sálmabók sem kallað hafi verið eftir, þar sem þeir uppfylli ekki
kröfur samtímans um upplýsta hugsun.21
Hinn 24. október 1795 skrifar kanselíið svar við þessu bréfi22 þar sem
fyrst er vísað til bréfs stiftamtmannsins, og tilkynnir að það sjái enga hindr-
un í vegi fyrir því að þetta geti orðið.
Mjög á líkum tíma skrifar Magnús Stephensen stiftsprófastinum í Görð-
um, Magnúsi Markússyni bréf sem er dagsett 17. okt. 1795, og til er líka
svar prófastsins frá 11. nóvember sama ár.23
Yfirskrift þessara bréfa í afritinu er: Athugasemdir við Grallarasönginn og
19 Lbs. 286 4to.
20 Kirkju-sidir i sálma saung Islendinga, IBR 81,4to, og Um Messu-saungs-Sálmabókina Nýju.III.
21 Þetta bréf virðist vera týnt, en í það er er vísað í svarbréfi frá 24.okt. 1795. Lovs.f.Isl.VI, 225-226.
22 Lovs.f.Isl.VI, 225-226.
23 Lbs. 286 4to. Handritasafn St.Bps.Jónssonar, N-103.3-19 og 19-30. Bjöm Magnússon nefnir í grein sinni
í Samtíð og saga, 1954: „Þróun guðsþjónustuforms“, 110, bréf Magnúsar Stephensen til stiftsprófastsins
Markúsar Markússononar frá 14. Okt. 1795. Líkast til á hann við þetta bréf sem hér um ræðir, frá 17.okt.
1795. 14.okt. er væntanlega prentvilla eins og föðumafn séra Markúsar.
103