Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 109
Hvergi er nefnt í bréfunum hver hin íslenska hefð hafi verið til þessa
tíma, það er tvær efnislega aðgreindar bækur, ein fyrst og fremst fyrir hús
og heimili á grunni Hólabókarinnar frá 1589 og önnur fyrst og fremst fyrir
messuhald og kirkju á grunni Grallarans frá 1594.
Mögulegt er að ekki hafi verið áformað að gefa út nýja bók heldur ein-
ungis endurútgáfu hinnar gömlu með tilteknum endurbótum á ákveðnum
sálmum.
Ný bók ætti að bíða eftir hinu nýja kirkjurituali. Þess vegna ættti engu að
breyta í messuforminu.
En af því að hið opinbera messuform á íslandi hafði ekki einu sinni feng-
ið nauðsynlega lagfæringu í samræmi við Kirkjuritualið danska frá 1685,
var mögulegt á grundvelli þeirrar heimildar sem bréfið frá 1784 gaf að gera
ákveðnar breytingar á messuforminu án þess að bíða eftir hinu nýja danska
rituali.
Að öðru leyti er auðvitað einnig sá möguleiki fyrir hendi að bak við bréf-
ið frá 22. júlí séu engar djúpar pælingar af kanselísins hálfu, heldur að þessi
ákvörðun kanselísins hafi einfaldlega verið pöntuð af Landsuppfræðingafé-
laginu.
En megin áhyggjuefni Hannesar biskups var ekki form og innihald
messubóka og sálmabóka heldur sú spuming hver ætti að hafa umsjón með
útgáfu bóka til helgihalds í kirkjunni. Hann óttaðist að umboðið til þess yrði
tekið úr höndum biskupanna. Áður en fullnaðarsvar við þeirri spumingu
fékkst, andaðist hann.
Ef til vill var Hannes biskup bara heppinn að deyja frá hinni opnu spum-
ingu. Hið eina mögulega svar hefði honum ekki líkað: Biskupamir hafa,
tímabundið, misst tökin á yfirumsjón með helgisiðabókunum og innihaldi
þeirra.
Þar með réði Magnús Stephensen, þá orðinn forseti Landsuppfræðinga-
félagsins og eigandi að einu prentsmiðju landsins, alveg ferðinni. Hvað sem
annars má segja um skoðanir hans sem fundu sér farveg í bókinni, þá var
hann fyrst og fremst embættismaður sem átti að gæta laga og réttar umfram
allt annað. Fyrir honum virðist það aldrei hafa verið spuming að sömu lög
skyldu gilda á íslandi og í Danmörku, innan kirkju sem utan. Þess vegna var
engin önnur stefna möguleg en sú sem hann tók.
Þetta er ástæðan fyrir því að í Leirgerði 1801 birtist guðsþjónustuform
að dönskum hætti, þar sem skiptist á sálmasöngur, lestrar bænir og predik-
un, en hin hefðbundna uppbygging í fasta liði og breytilega, týndist um hríð.
Ef Magnús Stephensen gerði kirkju sinni óleik með þessu, þá var það
fyrst og fremst með því að að ákveða að eitt messuform skyldi gilda fyrir
107