Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 115

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 115
félagssaga kom ma. fram í fyrstu sem mótvægi við eða uppreisn gegn venjubundinni stjómmálasögu um kónga og stríð, þar sem persónur vom oft taldar ráða gangi sögunnar og atburðir voru raktir, stundum án sýnilegs til- gangs. Félagssaga var á hinn bóginn látin snúast um formgerðir (strúktúra) samfélagsins og ópersónuleg öfl og var fyrir löngu gagnrýnd fyrir að iðk- endur hennar slepptu að fjalla um fólk af holdi og blóði eða skýra gang mála með atburðarakningu. Við þessu hafa iðkendur félagssögu almennt brugðist með því að taka dæmi um einstaklinga og sýna þá í réttu umhverfi takast á við mikilvæg vandamál en hinir sömu iðkendur hafa gætt þess að missa þó ekki sjónar á félagssögulegu samhengi og þróunarlínum. Þetta er það sem ég þykist vera að gera í Sögu Islands VI og Hjalta á að vera fullkunnugt um sjónarmið mín um félagssögu.6 Og þess má geta að Saga íslands VI hefur fengið lof á prenti frá málsmetandi manni fyrir það að þar séu hugarfars- sögu gerð góð skil.7 Hjalti ber kafla minn um siðbreytinguna saman við skrif um sama tíma- bil í Kristni á Islandi og segir að þau bæti ‘litlu við fyrri þekkingu’ og séu mun hefðbundnari en skrifin í því ágæta verki. Bágt á ég að sjá að þetta standist og má benda á að ég tek mat á Jóni Arasyni til gagngerrar endur- skoðunar. Samanburður við Kristni á Islandi um þessi atriði er ófær því að barátta Jóns Arasonar verður utan gátta í verkinu og farið er undarlega hratt yfir atburði áranna 1537-1551. Hefði verið mikilvægt að endurmeta fram- göngu Jóns gegn siðbreytingunni, stefnu hans, stöðu og áhrif og skilning seinni tíma manna á honum. Það er ekki gert í Kristni á Islandi en hins veg- ar í Sögu íslands VI. Ef þetta er afleiðing þess að gera sem minnst úr per- sónu- og atburðasögu í Kristni á íslandi er óhætt að segja að furðulangt sé gengið og ekki hafi vel til tekist. Eftir að Hjalti hefur sagt að skrif mín um siðbreytinguna bæti litlu við fyrri þekkingu og séu hefðbundin, tekur hann til við að rekja nýjungar í texta mínum og finnur að þeim. Með nokkrum fyrirvörum nefni ég að Páll Vigfússon, síðar lögmaður (d. 1570), kunni að hafa verið upphafsmaður lútherskra siða á Islandi og virðist jafnvel hafa verið hugsjónamaður. Hann hafði kjöt á borðum á föstudegi árið 1532 eða fyrr og neitaði að láta af þess- 6 Sjá Agnes S. Amórsdóttir, Helgi Þorláksson: „Saga heimilis á miðöldum. Inngangur.“ Islenska söguþing- ið 28. - 31 maí 1987. Ráðstefnurit I. Ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson, Eiríkur Bjömsson (1998), 31- 44, sjá einkum um ofangreind sjónarmið bls. 32-5. Þetta er efni frá málstofu þar sem Hjalti átti líka efni; framlag okkar Agnesar var sent þátttakendum og lagt fram fjölritað. 7 Gísli Gunnarsson, „Sagnfræðirannsóknir og söguleg þjóðemisstefna." Saga XLII (2004), 155-6. 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.