Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 117

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 117
valdið eigi upptök sín í siðbreytingunni. Þetta er auðsætt þegar ég fjalla sér- staklega um ríkisvaldið og upptök þess á 16. öld í öðrum kafla (bls. 255). Þetta hefur Hjalta yfirsést. Hjalti ritar, ‘Það verður að teljast missögn að ferming hafi haldist hér í lútherskum sið en aðeins breytt um inntak’ (bls. 127). Ekki veit ég til að ég segi þetta heldur hið gagnstæða, að það hafi verið ‘þvert gegn lærdómi Lúthers’ að ferma (biskupa) börn (bls. 109). Ég tek líka fram að fermingin hafi verið felld niður sem eitt af sakramentunum (bls. 122). Guðbrandur biskup Þorláksson beitti sér fyrir að koma á fermingu að nýju sem skyldu og vildi þar með staðfesta formlega að ungmenni hefðu lært fræðin með til- skildum hætti. Lét hann árið 1596 prenta á Hólum bækling sem nefnist Sú rietta confirmatio og fór að þýskri fyrirmynd. Miðað við vanalegan dugnað Guðbrands og sterka stöðu mun hann hafa komið fermingunni á í nýrri mynd en um framkvæmdina að öðru leyti segi ég ekki neitt. Um þetta hefði ég vissulega getað sagt meira en tel að betur fari þó á að taka málið upp í næsta bindi af Sögu íslands, áttunda bindi, í sambandi við tilskipun um fermingu frá árinu 1736.8 Undarlegt þykir mér að Hjalti segir að ég halli nokkuð á hlut Páls Stígs- sonar sem hafi líklega haft allt eins mikil áhrif og Gísli biskup Jónsson við ‘að festa lútherska siði í sessi’. Ég segi að þeir hafi verið samhentir um þetta Páll og biskup en geri ekki upp á milli þeirra (bls. 117). Þá er það furðulegt að Hjalti segir (bls. 128) að hvergi komi fram í verki mínu að helsti lærifaðir Guðbrands biskups hafi verið Niels Hemmingsen sem hafi misst embætti enda verið grunaður um kalvínsk viðhorf. Frá Hemmingsen og tengslum þeirra Guðbrands segi ég á bls. 168 og á bls 169 er mynd af Hemmingsen og rækilegur myndartexti þar sem kemur fram að honum hafi verið vísað úr embætti vegna gruns um kalvínsk áhrif. Allt þetta virðist Hjalta hafa yfirsést. Um Hemmingsen er fjallað í kafla um Guðbrand og eftir umsögn sína um hann bætir Hjalti við, ‘Bágbornasti hluti þessa kafla er þó tilraun Helga til að útskýra kenningu Lúthers. Hann leggur einkum áherslu á tvöfalda út- valningarkenningu sem var alls ekki að finna hjá Lúther’ (128). Um þetta 8 Páll Eggert Ólason skrifar ma. um Guðbrand, 'Honum má eigna að ferming var hér tekin upp þó að ekki væri hún að öllu lögboðin fyrr en með konungsbréfi 13. jan. 1736’. Páll Eggert bendir á að Gísli biskup Jónsson í Skálholti fylgdi sömu stefnu og Guðbrandur um að ekki mætti veita bömum sakramenti nema prestur hefði yfirheyrt þau og gengið úr skugga um réttan skilning þeirra á fræðunum, Menn og mennt- ir siöskiptaaldarinnar á Islandi IV (1926), 401-2. 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.